Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 27
20
Satnþróun líkama og sálar.
[Skirnir
réttar — á störfum meltingarkerfisins, og samhæft ýms
fyrirbrigði, sem alkunn eru úr daglegu lífi voru, þessum
rannsóknum, þá gekk ég úr skugga um það, að hér lá
mikið og ónotað efni, er sálarfræðingarnir til þessa höfðu
alls eigi unnið úr — annaðhvort eigi þekkt það, eða eigi
séð þýðing þess. Yrði því miður of langt mál hér, að skýra
frá öllum þessunr rannsóknum. Set ég hér því aðeins fram
ályktanir þær viðvíkjandi starfskerfum og samhæfing starfs-
deilda og eðlishvata innan vébanda meltingarkerfisins, er
ég dró af rannsóknum þessum í doktorsriti mínu.
Hjá manninum og hinum æðri hryggdýrum eru í raun
réttri tvö samhæfð meltingarkerfi, tvö kerfi meltingarkirtla.
Eru þau: magakerfi, eða réttara sagt innýflakerfi, og
munnkerfi. Er magakerfið eldra og frumstæðara en munn-
kerfið, en munnkerfið yngra og aðeins til sem meltingar-
kerfi hjá hinum æðri hryggdýrum. Meltingarkerfi — melting-
arkirtlar — munnsins eru nátengdir smekkfærum tungu og
munns. Er því bragðið eða smekkurinn að réttu lagi skyn-
færi meltingarkerfisins. Sama má segja um þeffæri
nefsins að vissu leyti. En þau eru og tengd fleiri kerfum.
Hvort þessara tveggja starfskerfa, er til samans mynda
meltingarkerfi vort, er gjört úr allmörgum starfsþáttum eða
starfsdeildum — og á sérhver þeirra í senn sinn líkams-
og heilaþátt, — og eru þeir taugum tengdir — eins og sér-
hver starfsþáttur líkamans yfir höfuð. — Sérhver hinna
mörgu starfsþátta á sitt einstaklingseðli, hefur sínu ákveðna,
efnabundna meltingarstarfi að gegna, og er gæddur sinni
sjerstæðu andrænu eigind, sinni starfshvöt — sinni eðlis-
hvöt. Og sérhver þessarar eðlishvatar getur ef svo
ber undir gjört vart við sig í vitund mannsins sem þrá
eða þörf, er krefst fullnægingar. Sem löngun í einhverja
sérstaka næringartegund, og þarf löngun sú ekkert að eiga
skylt við hungur, bendir hún venjulegast á það, að líkami
vor þurfi þess efnis með, er oss langar í. Eru þess
meðal annars dæmi, að börn, sem beinkröm hefur verið
að byrja í, hafa allt í einu orðið sólgin í eggjaskurn. En
þar fást einmitt kalkefni þau, er líkama slíkra barna vant-