Skírnir - 01.01.1928, Page 28
Skirnir[
Samþróun likama og sálar.
21
ar til beinbyggingarinnar. — Að hinu leytinu getur hvöt
þessi og snúist upp í óbeit, ef einhverri starfsdeild hefur
verið ofboðið svo, að hún hefur misst megin til þess að
framleiða sinn sérstæða meltingarvökva. Vita víst allir ýms
dæmi slíkrar óbeitar á einstöku fæðutegundum. Þekkt hef
ég t. d. konu, sem einusinni borðaði meira en góðu hófi
gegndi af ananas — og gat síðan ekki bragðað þann á-
vöxt árum saman. Enn venjulegast varir slik óbeit eigi
lengi. Starfsdeildin nær sér eftir þreytuna — og fer aftur
að geta framleitt vökva sinn. Meltum vér þá sama efnið
á ný — og þá fer oss að þykja það gott aftur. —
Er meðal annars auðsætt af þessu, að smekkurinn
segir oss til um það, hvort vér eigum erfitt eða
auðvelt með að melta einhverja næringu. Oss
þykir maturinn því gómsætari sem oss er auðveldara að
melta hann — og því verri, því tormeltari sem hann er
oss. En fyrir getur og hitt komið, að einhver starfsdeild
ofmagnist svo, að hún krefjist starfs — krefjist næring-
ar, langt fram yfir það, sem líkaminn þarfnast eða hefur
gott af. Og er þá um sýki og afvegaleidda eðlis-
hvöt að ræða.
Þennan flokk eðlishvata, er hér ræðir um, hef ég nefnt
matlystar-hvatir. Hafði hinn ameríski lífeðlisfræðingur
Cannon drepið á það fyrir nokkrum árum, að róttækur
munur væri á matarlyst og hungri. En hvorki hann né
nokkur annar lífeðlisfræðingur hafði gjört sér far um að
rannsaka þetta atriði nánar né gjöra sér ljóst, í hverju
þessi munur væri fólginn. Og enginn sálarfræðingur hafði
athugað þetta mál til hlítar. Hafa því eðlishvatir þessar
aldrei fyr verið í ljós leiddar.
Þrjár tegundir eðlishvata eru þvi tengdar starfskerfi
meltingar vorrar og eru þær þessar:
1. Hungrið — og þörfin að þægja því. Er hún
tengd starfsdeildum sjálfra innýflavöðvanna, og stafar hung-
urkenndin beinleiðis af samdrætti vöðvanna, er maginn er
tómur.
2. Þorstinn — og þörfin að þægja honum. Er