Skírnir - 01.01.1928, Síða 29
22
Samþróun likama og sálar.
[Skírnir
þorstatilfinningin tengd starfsþáttum vatnskirtlanna í munni
og koki, og er þá þrýtur, sjálfum starfsþáttum munnvatns-
kirtlanna.
3. Matarlystin — og þörfin að þægja henni. Eru
þær hvatir í rauninni fjölmargar — en samkynja — og tengd-
ar starfsdeildum meltingarkirtla munnkerfis og innýflakerfis.
Þessi varð nú árangurinn viðvíkjandi meltingarkerfinu
og sannaðist því hugboð mitt um það, að hér væri um að
ræða sérstætt kerfi, gjört úr sérstæðum starfsþáttum, er
hver væri gæddur andrænni hvöt — eðlishvöt. Varð þetta
mér því uppörfun til þess að halda lengra áfram á sömu
leið, og tók ég mér næst fyrir hendur að fást við hreyfi-
kerfi vort og eðhshvatir þess. —
En þegar til hreyfikerfisins kom, þá tók nú verra við.
Hér urðu svo margir örðugleikar á vegi mínum, að mér
þótti sem nú hefði ég algjörlega reist mér hurðarás um
öxl og ráðizt í fyrirtæki, er með engu móti yrði til
lykta leitt. — Hvernig í ósköpunum átti ég að geta sýnt
fram á það, að líkami vor væri gerður úr sjálfstæðum og
séreðli gæddum starfsþáttum, — starfsdeildum, — er hvor
um sig væri gædd eðlishvöt, er gæti gert vart við sig í
vitund vorri. — Engir sálarfræðingar höfðu svo mikið sem
orðið ásáttir um það, að hreyfikerfið í heild sinni væri gætt
neinni sérstakri eðlishvöt. — Hinum og þessum tilhneig-
ingum (tendances) hafði aðeins verið fundinn staður í
hreyfikerfinu — og þó frekar á ósamróma og óljósan hátt.
Illt þótti mér að þurfa að hugsa til þess að gefast upp,
og tók ég mér því fyrir hendur að kynna mér allt það, er líf-
eðlisfræðingar hefðu gert til þess að kynna mönnum eðli
og starfsháttu vöðva vorra og tauga þeirra. Mörgu var þar
að vísu úr að moða, en lítið skýrðist það, er ég þurfti að
fá vitneskju um. Þó virtist bregða fyrir ofurlitlum glampa
í myrkrinu, er ég kynntist tímamælingum hinna frægu frönsku
vísindamanna, prófessor og frú Lapicque. En þau höfðu þá
mælt hriftíma allmargra vöðva og hreyfitauga, á ýmsum
dýrum, og kom þá í ljós við mælingarnar, að hriftími mis-