Skírnir - 01.01.1928, Síða 30
Skírnir]
Sdmþróun likama og sálar.
23
munandi tauga og vöðva var eigi einn og hinn sami —
með öðrum orðum, að vöðvar og taugar voru misfljót í
starfi sinu, misfljót að dragast saman, þá er þau urðu fyrir
samkynja og jafnsterkum áhrifum. — Sama varð og ljóst
um áhrif ýmsra eiturtegunda. Eitrið nam eigi alla vöðva
jafn fljótt — og eigi allar taugar. Var því hér auðsær
einhver munur á eðlisfarinu. —En það var líka allt og
sumt. Og þar að auki voru tilraunir þessar aðeins gerðar á
smádýrum, froskum og þessháttar. Var því ókleift að draga
nokkrar ályktanir af þeim víðvíkjandi mannslíkamanum. —
Þetta var í júnílok 1923. — Og þótti mér þá senni-
legast, að fyrirætlan mín væri algerlega komin i ógöngur. —
Þarf ég eigi að lýsa því, hvernig mér þótti að verða að
hætta við hálfgert verk. Þá var það einhvern daginn, að
ég sem oftar keypti mér ofurlítið vikublað, er skýrði venju-
lega frá síðustu nýjungum, er orðið hefðu í rannsóknum líf-
eðlisfræði og læknisfræði. Sá ég þá, er ég fór að lesa
blaðið, að þar stóð ofurlítil athugasemd um, að læknir einn
í París, Bourguignon að nafni, hefði fengið ritgerð um hrif-
tíma vöðva og tauga á mönnum tekna gilda sem doktors-
ritgerð hjá náttúrufræðisdeild háskólans í París. Væri ritið
fullprentað, en kæmi eigi í verzlanir fyr en höfundur væri
búinn að verja það, á næsta háskólaári. —
Þetta þótti mér, sem nærri má geta, bæði góðar og
miklar fréttir. — Og daginn eftir var ég búin að hafa upp
á lækninum, fá leyfi hans til að kaupa bókina gegn því
loforði að láta engan sjá hana hjá mér, — búin að ná mér
í hana og sezt við að lesa. Og þá gaf nú á að líta! Allt
hreyfikerfi mannsins mælt og flokkað, — bæði á körlum,
konum og börnum á mismunandi aldri, — flokkað í fjöl-
margar séreðla og sjálfstæðar starfsdeildir. — Gaf hér að
líta árangurinn af margra ára óþreytandi vísindastarfi, unnu
í kyrþey og með þeirri skarpskyggni og dómgreind, sem
frönskum vísindamönnum er töm. — Og sérhver starfs-
deild reyndist þegar frá upphafi að eiga sitt ákveðna ein-
staklingseðli, og allar störfuðu þær að einu og sama mark-
miði, nefnilega hreyfingum líkamans.