Skírnir - 01.01.1928, Síða 31
24
Samþróun likama og sálar.
[Skírnir
Hér voru þá færðar sönnur á það, að hreyfikerfið væri
byggt eftir sömu grundvallarreglum og meltingarkerfið. En
nú vantaði að sýna fram á það, hvort svo væri, að í raun
og sannleika væri hver starfsdeild hreyfikerfisins gædd
sérstakri hvöt — eðlishvöt, er gæti, ef svo bæri undir,
gjört vart við sig í vitund vorri sem takmörkuð hreyfiþörf
og þrá til að fullnægja henni. — Og ennfremur hvort sjálft
hreyfikerfið væri gætt sömu eðlishvötinni, er öllum starfs-
deildum þess væri meðfædd, og hlyti sú hvöt þá að gjöra
vart við sig í vitund vorri, sem altæk hreyfiþörf og löngun
til að þægja henni.
Mér hafði jafnan, er ég las það sem sálarfræðingar
hafa ritað um leiki barna og ungviðis hinna æðri hrygg-
dýra, þótt sem þeir leituðu langt yfir skammt, er þeir töldu
eigi þessa leiki vera sprottna af beinni hreyfiþörf, — beinni
eðlishvöt. Sérstaklega eru leikir ungviðis ýmsra dýra-
tegunda einkennilegir, því að þar hefur svo að segja hver
dýrategundin sína sérkennilegu leiki, — auk leikja, sem
eru eins fyrir allar tegundir. Sannfærðist ég æ betur um
það, að í leikjum barna og almennum leikjum alls ungviðis
kæmi í ljós hin almenna hreyfiþörf, er væri sameiginleg
eðlishvöt hreyfikerfisins — og að í hinum sérkennilegu
leikjum mismunandi dýrategunda kæmi í ljós afleidd hreyfi-
þörf, er bundin væri einstökum starfsdeildum, er væru
orðnar svo samhæfðar — lið fram af lið — að samhæf-
ingin væri orðin ættgeng og þar með líka eðlishvöt
sú, er til samhæfingar leiddi í fyrstu.
Svo sem allir* vita hafa fjölmargir lifeðlisfræðingar og
sálarfræðingar ritað og rætt um eðli leikja, bæði hjá
börnum og ungviðum. Hafa tvær skoðanir orðið ofan á um
eðli leikjanna. Álitu menn, að leikir barna væru annað-
hvort einskonar undirbúningur undir fullorðinsæfina eða
þá eftirhermur eftir háttalagi og störfum hinna fullorðnu.
Leikir ungviðis dýranna hugðu menn að' væri einskonar
endurtekning þeirra athafna,-- og þó fyrirfram, — er þeim
væri áskapað að fremja síðar, er þau næðu fullorðins aldri,
eða þá hreint og beint einskonar undirbúningur undir full-