Skírnir - 01.01.1928, Síða 32
Skimir]
Samþróun likama og sálar.
25
orðins líf þeirra. Og ýmsir héldu því fram, að leikurinn
væri eðlileg afrás ónotaðs vöðvaþróttar, er safnaðist fyrir,
er engum störfum væri að gegna.
Nú vitum við að hreyfikerfið fær taugar sínar aðal-
lega frá heila og mænu. Það er því viljaháð kerfi —
gagnstætt meltingar- og frjókerfinu. Ef til vill er hér að
finna aðalorsök þess, að bæði sálarfræðingar og lífeðlis-
fræðingar hafa aldrei komið sér niður á að telja neina eðl-
ishvöt tengda kerfi þessu — heldur aðeins tilhneigingar. —
Það liggur og í augum uppi, að hreyfikerfið, — sjálfur
líkami vor og limir, — er háð vilja vorum, að því er
starfinu, — hreyfingum vorum, — viðvikur. Það er kunn-
ara en frá þurfi að segja, að oss er sjálfrátt um,
hvort vér hreyfum oss, hvernig vér hreyfum oss, og í
hvaða tilgangi vér hreyfum oss — að minnsta kosti
eftir að vér erum komnir til vits og ára.
En svo hefur eigi verið frá fyrsta barnsaldri.
Ekki er það allskostar rétt að segja, að sálarfræðing-
ar og lífeðlisfræðingar hafi eigi viðurkennt neina eðlishvöt
hjá hreyfikerfi voru. Þeim hefur sem sé flestum eða öllum
borið saman um það, að þau einu tvö störf, sem nýfætt
barn getur framkvæmt, nefnilega að gráta og að sjúga,
séu bæði meðfæddar eðlishvatir. Er eðlishvötin að sjúga
aðallega tengd starfsdeildum varanna, — en þær eru þrosk-
aðri við fæðingu en aðrar starfsdeildir hreyfikerfisins, —
enda þær einu, sem barnið getur fært sér í nyt. —
Enginn gat leyst úr því, hvernig á því stóð, að nýfætt
barn getur eigi notað sér hreyfikerfi sitt, fyr en dr. Bour-
guignon kom‘'til sögunnar, með hriftímamælingar sínar. —
Var almennrálitið, að barnið gæti eigi fært sér hreyfikerfi
sitt í nyt, af því að vöðvarnir væru of þróttlitlir, er það
fæddist, og því alls eigi starfshæfir. —
En sú varð raunin á, að önnur er þó höfuðorsökin.
Dr. Bourguignon hafði komizt að raun um það, er hann
mældi hriftíma vöðva og tauga á mönnum, að taugar og
vöðvar sömu starfsdeildar, hvar sem var í líkamanum, voru
® og ætíð samtíma, — svöruðu æ sömu áhrifum jafnhratt,