Skírnir - 01.01.1928, Page 33
26
Samþróun líkama og sálar.
[Skirnir
— áttu sama hriftíma. Kæmist einhver röskun á, eins og
oft á sér stað í ýmsum sjúkdómum, þannig að hriftími taugar
og vöðva innan sömu starfsdeildar yrði mislangur, þá
leiddi jafnan af því truflun á störfum vöðvanna.
Nú reyndist því svo háttað hjá ungbörnum, að hrif-
tími tauga og vöðva þeirra var hvergi hinn sami. Reynd-
ust taugarnar langtum þroskaðri en vöðvarnir, og ná þær
eðlilegum hriftíma tveim til þrem mánuðum eftir fæðingu.
Vöðvarnir eru það langt á eftir, að hriftími þeirra byrjar
að verða eðlilegur á einstöku starfsdeildum úr því hálft
ár er liðið frá fæðingunni — og venjulega eru eigi allir
vöðvar og taugar orðin samtíma fyr en barnið er 12—17
mánaða gamalt — eða jafnvel siðar. —
Bourguignon reyndi alls eigi að gjöra sér neina grein
fyrir því, hverjar tengdir væru milli sálarlífs ungbarna og
vaxandi samræmis tauga og vöðva. Hann segir aðeins á
einum stað, að það sé einkennilegt, að barnið fari sjálf-
krafa að reyna að ganga, einmitt þá, er fullnaðarsamræmi
sé að komast á milli hriftíma vöðva og tauga hjá því.
Ef smábörnin eru athuguð á þeim aldri, er taugar þeirra
hafa náð eðlilegum hriftíma og þangað til vöðvarnir eru
fullgjörðir og samtíma orðnir taugunum, þá er auðvelt að
sjá, að regluleg hreyfihvöt kemur í ljós hjá þeim. Barn-
inu dauðleiðist að þurfa að liggja hreyfingarlaust. Er auð-
sætt, að það finnur til knýjandi hreyfiþarfar, löngu áður
en það hefur náð nokkru valdi á vöðvum sínum, — á
líkama sínum yfirleitt. Þarf ekki annað en hampa börnum
og hossa á þessum aldri, til þess að þau æpi af fögnuði
— enda er þá og auðfundið, hvað þau reyna sjálf af öll-
um lífs og sálar kröftum að hjálpa til hreyfinga þeirra,
er sá, sem á þeim heldur, lætur þau gjöra. Svalar þetta
hreyfiþörf barnsins í svipinn, og er því barninu bæði til
gagns og gleði. —
Þessi hreyfiþörf barna er auðsæ, og á sér í raun réttri
ekki annað höfuðmarkmið en að þægja hreyfihvötinni. Er
hvöt þessi mjög sterk fram að 7 ára aldri. Úr því, og enda
fyr, fer barnið að setja hreyfingum sínum einhver markmið,