Skírnir - 01.01.1928, Side 34
Skírnir]
Samþróun líkama og sálar.
27
er vit og hugsan velur. Það fer að læra ýmsar listir, dáns,
leiki, störf o. s. frv. En auðsætt er, að barnið þægir aldrei
til fulls hreyfiþörf sinni með reglubundnum leikjum, döns-
um eða störfum. Er barninu enn um langa hríð nauðsyn-
legt að fá að leika og láta öllum látum að vild. Og er alveg
ótrúlegt, hve þolið barnið getur verið, er um slíka Ieiki er
að ræða. — Og þó er vöðvaafl barna einkar lítið, ef það
er mælt á aflmæli. En hreyfiþörfin virðist næstum því rík-
ari sem vöðvaaflið er minna. Og þegar vöðvarnir hafa náð
fullum vexti og viðgangi, þá rýrnar og dofnar hreyfihvötin,
svo að nú má fella hana í farvegi þá, er vit og vilji ákveða.
— Leikurinn hverfur smámsaman úr sögunni. —
Hjá ýmsum ungviðum dýra er auðvelt að greina tvenns-
konar hreyfihvöt. Almenna hreyfihvöt og takmarkaða, —
sérstæða hreyfihvöt. — Tökum kettling sem dæmi. Hjá
honum koma þessar tvær tegundir hreyfihvata næstum
samtímis í ljós. Hin altæka hreyfihvöt lýsir sér í leikjum
og hreyfingum, sem kisu eru sameiginleg með öðrum spen-
dýraungviðum: hlaupa, hringsnúast, stökkva, klifra o. s. frv.
— Sérstæða hreyfihvötin, sú hvötin, sem sérkennir öll katt-
eðlis-dýr, og er veiðihvöt þeirra, vaknar lítið eitt seinna
hjá kettlingum en almenna hreyfihvötin. Og báðar vaka
hvatirnar fram að fullorðinsaldri. Þá dofnar leikþráin, —
almenna hreyfihvötin, — og dettur úr sögunni. En sérstæða
hvötin lifir fram á elliár og er veiðihvöt kisu.
Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að eigi þarf
annað en láta pappírsvafning, sem bandi er brugðið um,
dansa frammi fyrir kettling, til þess að vekja hina afleiddu,
erfðaföstu hreyfihvöt hans, veiðihvötina. Þó hann hafi ekki
enn lært svo mikið sem að glepsa flugu, setur hann sig
ósjálfrátt í sömu stellingar frammi fyrir pappírsvafningnum
og gamla kisa notar, er hún situr um mús eða fugl. — Og
loks tekur kettlingurinn stökkið undir sig, og hremmir —
leikfangið. Er ekkert hik á tilburðunum, og því deginum
ljósara, að hér er um erfðafasta samhæfing vissra starfsþátta
vöðvakerfis að ræða. —
Mér virtist því sem rétt mundi vera ályktað, að telja