Skírnir - 01.01.1928, Síða 35
28
Samþróun likama og sálar.
ISkírnir
tvær tegundir eðlishvata tengdar hreyfikerfi manna og
æðri hryggdýra: Altæka eðlishvöt, er bundin væri
óskeikulu samstarfi allra starfsdeilda, og sérhæfða eðlis-
hvöt, er bundin væri samstarfi vissra, samhæfðra starfs-
deilda. Auk þess sýndi ég fram á, að oft getur svo borið
til, að jafnvægi raskist milli starfsdeilda hreyfikerfis hjá
mönnum, og getur þá auðveldlega svo farið, að ein eða
fleiri starfsdeildir geri vart við hreyfihvöt sína í vitund
vorri, með þrá eða löngun til þess að fremja hreyfing þá,
er þeim er lagin. Og getur svo farið, að slík. hreyfing verði
oss óviðráðanleg — starfsdeildirnar segi sig úr lögum við
vit og vilja og hlýði aðeins sinni eigin eðlishvöt. — Sem
alþekt dæmi má nefna kæki, er menn temja sér og fest-
ast svo við þá. —
Varð því sú niðurstaðan, að sérhver starfsdeild hreyfi-
kerfisins ætti sér andrænt eðli — eðlishvöt, er gæti gert
vart við sig i vitund vorri. —
Þá var nú aðeins eftir þriðja líkamskerfið — frjó-
kerfið. Og hér vildi nú svo vel til, að síðustu áratugina
hafði fjöldi frægra líffræðinga beint athygli sinu að allri
byggingu þess — og gjört sér far um að sýna fram á það,
að eðlishvatir þær, er tengdar væru þessu kerfi, tímgunar-
hvötin og móðurhvötin, væru háðar magnkirtlum kerfisins.
— Má hér sérstaklega tilnefna hina frægu frönsku líffræð-
inga Bouin og Ancel, Steinach frá Vínarborg, Knud Sand,
yfirlækni í Kaupmannahöfn. En margir fleiri hafa að þessu
starfað — endurtekið og gjörprófað hver annars rannsóknir,
svo að hér var enginn hörgull á góðum og gildum gögnum. —
Þá ber og hér að nefna hina frægu þýzku vísindamenn
Tandler og Gross, er manna bezt hafa rannsakað hinar svo-
nefndu afleiddu kyneigindir hjá mönnum og þroskaðri hrygg-
dýraflokkum. 0g dr. Biedl, er jafnan hefur verið á verði
gegn öllum öfgum og vinsað kornið frá hisminu úr hinum
fjölmörgu rannsóknum, — enda og sjálfur starfað á þessu
sviði með miklum árangri.
Hér voru þá þegar vissar eðlishvatir og vissar starfs-