Skírnir - 01.01.1928, Síða 36
Skimirj
Samþróun likama og sálar.
29
deildir samhæfðar, og var eigi örðugt að fullgjöra það, er
hér skorti á samhæfingu. Kom hér enn ótvírætt í ljós, að
frjókerfið var sérstætt starfskerfi og byggt eftir sömu
grundvallarreglum og bæði meltingarkerfið og hreyfikerfið.
En þar að auki kom hér ýmislegt nýtt til greina, er leiddi
beinleiðis af því, að frjókerfið er magnaháð kerfi, en hin
kerfin aðallega taugaháð.
Hið merkasta atriði, sem hér kom í ljós og eigi hafði áður
verið tekið fram, var það, að magnkirtlar frjókerfis
leggja til frumorku þá, er með þarf til þess að
framleiða sjálf frjóin að öðru leytinu og að
hinu leytinu til þess að leiða í ljós allar þær
magnaháðu eigindir, er nefndar hafa verið af-
leiddar kyneigindir. Vega því eigindir þessar salt, á
þann hátt, að því meiri orka sem notuð er til frjógjörðar,
því minni orka verður eftir til hinna líkamsháðu magna-
eiginda.
En hér er um að ræða mjög mikilsverðan sannleika,
mjög mikilvægt náttúrulögmál innan vébanda líkama líf-
veranna í heild sinni. Og sér í lagi er lögmál þetta mann-
inum mikilvægt. Á hann hér í sjálfum sér orkulind, og er
honum í sjálfs vald sett að beina afli því, er hún er þrung-
in, sjálfum sér til láns eða óláns, til hnignunar eða til
þroska, — til gæfu eða glötunar.
Verður þetta auðsætt, er vér gjörum oss ljóst, hversu
magnkirtlar frjókerfisins hafa víðtæk áhrif á starfsdeildir
likamans í heild sinni, og einkum og sér í lagi á sjálfan
heilann og á magnkirtla líkamans yfir höfuð. Má heita,
að hinar afleiddu kyneigindir séu sumpart fólgnar í því,
að fyrir tilstilli magnkirtla frjókerfisins nái hver einasta
starfsdeild líkamans meira starfsþreki en ella, og hvert ein-
asta starfsvið heilans, einkum skyn- og vitsviðin, meiri þroska
en ella — og eigi enda hinar sálrænustu nýmyndanir í
heila mannsins rót sína að rekja til magna-orku frjókerfis.
Af þessu leiddi aftur, að frjókerfið er ekki jafn af-
markað kerfi og tvö hin áðurnefndu. — Fyrir tilstilli magn-
kirtla sinna á það ítak í hverri einustu starfsdeild. Og