Skírnir - 01.01.1928, Side 39
32 Samþróun likama og sálar. [Skírnir
um: bæði, að hann er fjölþættur og að mismunandi er
gildi og þroskamegin þáttanna. Og einmitt þetta lögmál
liggur að baki fjölda fyrirbrigða, er hingað til hafa þótt
lítt skiljanleg — og enda verið með kraftaverkum talin,
svo sem huglækningar ýmsar — o. fl.
Viðvikjandi mismunandi afli og orkumagni starfsþátta
líkamans, þá er slíkt eigi að undra. Því að það virðist liggja
í augum uppi, að sé því svo varið, að skynkerfi vor og
heilasvið séu gerð úr sérstæðum starfsþáttum, er gæddir
séu sérstæðum andlegum eigindum, — eins og sýnt hefur
verið fram á um líkamskerfi vor —, þá hljóti sérhver þess-
ara andrænu eiginda að vera þvi eðlisgöfugri og
því orkumeiri, því nákomnari sem starfsdeild
sú, er ber hana í skauti sinu, er sjálfum vitheila
vorum — sjálfum þeim starfsviðum heilans, er minnst hafa
líkamstengslin. Eru þessi heilasvið hvorttveggja í senn,
síðþroskuðust — aðeins til hjá manninum — og sál-
rænust. Og við þau virðist allur sá mannvitsþroski, er
vér höfum náð fram yfir dýrin, vera bundinn. —
Þetta er, eins og gefur að skilja, aðeins mjög stuttur
og ófullkominn útdráttur úr meginefni bókarinnar. En ég
vona þó, að hann nægi til þess að sýna, að ég hef reynt
að ryðja nýja braut innan vébanda sálarfræðinnar. Fyrsta
þættinum einum er lokið — að samhæfa starfsþáttu
líkamskerfanna oglhinarandrænu eigindirþeirra.
— En ég vona að sá þáttur hafi tekizt svo, að menn sjái,
að hér er um verk að ræða, sem ætti að geta komið að
notum, ef unnt væri að halda áfram við það og ljúka því af.,
Björg C. Þorlákson.