Skírnir - 01.01.1928, Page 40
Henrik Ibsen.
1828 — 20. marz — 1928.
Eftir prófessor Ágúst H. Bjarnason.
Af öllum þeim stórmennum andans, er varpað hafa
ljóma yfir Noreg og raunar öll Norðurlönd síðustu tvo
mannsaldrana, mun Henrik Ibsen einna víðfrægastur.
Lengi voru þeir Ibsen og Björnson nefndir svo að
segja í sömu andránni og báðir áunnu sér Evrópufrægð.
En þar kom, að leikrit Ibsens náðu víðar, voru leikin svo
að segja um allan heim.
Björnson varð fyr frægur, þótt ’nann væri fjórum árum
yngri. Harin var líka opinskárri en Ibsen og þjóðlegri. Hann
varð þegar kunnur af bændasögum sínum, Sigrúnu á Sunnu-
hvoli, Kátum pilti og Árna, og hann kvað þjóðsönginn
fræga: »Ja, vi elsker dette landet —«. Hann var og hinn
mesti ræðuskörungur og skáld og notaði málsnilld sína og
andagift oft og einatt í stjórnmálaerjum þjóðar sinnar. Var
sem herlúður gylli, hvar sem hann fór. En Ibsen var lengst
af einbúinn, sem lítið orð fór af. Hann leitaði gullsins í
iðrum jarðarinnar, líkt og námumaðurinn, sem hann kvað
um; og hann gróf sig inn í sjálfan sig. Hann Iét sig stjórn-
mál litlu eða engu skifta, nema þá til þess að gera gabb
að stjórnmálamönnunum. En hann var hinn andlegi mynd-
höggvari, sem jafnan var að meitla og móta nýjar og nýjar
lífsmyndir. Og i leikritum sínum varpaði hann ýmisskonar
ljósi yfir helztu alvörumál mannlífsins, eða eins og hann
sjálfur sagði: — »satte problemer under debat!« Þó var
það einkum persónuleiki mannsins, sem Ibsen beindi hug-
anum að, hvort það yrði úr hverjum manni, sem í hann
væri spunnið, eða hann yrði eins og úthverfan af sjálfum
3