Skírnir - 01.01.1928, Side 41
34
Henrik Ibsen.
[Skírnir
sér. Því er hann í öllum fyrstu og helztu skáldritum sínum
að hyggja að eðlisfari mannsins og viðleitni, hvort hann
ræki köllun sína réttilega og hvort honum takist að verða
það, sem skaparinn hafi ætlazt til, að hann yrði.
Ég skal nú ekki þreyta lesendur mína á löngum lestri
uin æviferil Ibsens og einkamál. Það er hvorttveggja, að
rúmið leyfir það ekki og að Ibsen var jafnan dulur um
sína hagi. Þó skal það helzta rakið hér.
Henrik Johan Ibsen er fæddur í Skien þ. 20. marz
1828. Faðir hans, Knud Ibsen, var fjáður kaupmaður, örlátur
maður og gestrisinn, en móðir hans trúuð kona, fálát og
elskuleg. Þegar Ibsen var átta ára, varð faðir hans gjald-
þrota og skifti þá alveg um hagi hans. Drengurinn, sem
jafnan hafði verið fáskiftinn og fálátur, varð enn dulari í
skapi; en honum sveið, líkt og Pétri Gaut síðar, hversu
fólkið gabbaðist að óláni þeirra:
Stöðugt er hlegið, hvar sem ég sný mér,
og hvíslað, svo brennur og sýður i mér.
Hann gaf sig helzt að því að teikna og mála og leika
leiki á brúðuleikhúsi, sem hann átti, og gera ýmisskonar
sjónhverfingar. En í skólanum las hann helzt um stórmenni
sögunnar og gaf sig mjög að biblíulestri. Aftur á móti tók
hann lítinn þátt í leikjum samaldra sinna, eða eins og segir
í »Ljóða-Brandi«:
— han var et barn af dem, som synes gamle, —
af dem, som kammeraters viltre flok
i frikvarteret ej formár at samle, —
som stilt ser til og med sig selv har nok.
Upp úr fermingunni varð hann að fara að sjá fyrir sér
sjálfur og var honum þá komið fyrir sem lærlingi í lyfja-
búðinni í Grimstad. Þar var hann sex ár eða þar til hann
tók stúdentspróf, sem hann las undir síðustu árin í frístund-
um sjnum. Hann var fremur illa þokkaður af bæjarbúum
fyrir háðvísur sínar og skopmyndir, en á laun gaf hann sig
að því, eins og ungum mönnum er títt, að yrkja viðkvæm