Skírnir - 01.01.1928, Side 42
Skírnir]
Henrik Ibsen.
35
ástaljóð og heiftþrungna frelsissöngva. Og er hann tók að
lesa Sallustius og Cicero, kom hann auga á Catilinu, er
hann hugði vera eins konar frelsishetju, og samdi um hann
fyrsta leikrit sitt, sem kom út um líkt leyti og hann varð
stúdent.
Árið 1850 kom hann til Kristianíu, settist í stúdenta-
verksmiðju Heltbergs gamla, þar sem Vinje og Björnson
voru fyrir, og tók próf um voríð. Þá kynntist hann verka-
lýðshreyfingunni norsku og gaf út skopblaðið »Andhrímni«
með Vinje. En það varð skammlíft, og árið eftir tók Ole
Bull hann með sér til Björgvinjar til hins nýstofnaða leik-
húss þar og gerði hann að hvorutveggja í senn leikhúss-
skáldi og leikhúss-stjóra. Þetta var skóli sá, sem Ibsen
þurfti til þess að verða að snillingi þeim í leikritasmíð, sem
hann síðar varð. Þau 6 ár, sem hann var í Björgvin, las
hann leikrit í þúsundatali, æfði leikrit svo hundruðum skifti
og samdi sjálfur leikrit á hverju ári. Sum þeirra voru að
eins stælfngar á dönskuin og frönskum leikritum, en smám-
saman fann Ibsen sjálfan sig, eins og t. d. í »Fru Inger til
Österát« og »Veizlunni á Sólhaugum«, en þó einkum í leik-
ritum þeim, sem urðu til eftir Björgvinjarvistina, í »Víking-
unum á Hálogalandi« og »Konungaefnunum«.
Ibsen kom og fór svo frá Björgvin, að hans var að litlu
eða engu getið. En þar fann hann konuefni sitt, er varð
honum hin mesta hjálparhella í lífinu, stjúpdóttur skáld-
konunnar Magdalenu Thoresen, Súsönnu Daae Thoresen.
Sá hann hana fyrst á dansleik þar og orti þá þegar til
hennar kvæðið: Til den eneste. Þar stendur meðal annars
þetta:
Dog jo, en eneste er der,
imellem dem alle kun én.
I ajet bor lonlige smerte,
der læser jeg sorg og mén,
der læser jeg drommende tanker,
som vugger sig op og ned,
et hjerte, som higer og banker
og har ikke levende fred.
Du unge'drommende gáde,
turde jeg grunde dig ud,
turde jeg kækt dig káre
til mine tankers brud,
turde jeg dukke mig ned i
dit rige ándige væld,
turde jeg skue til bunds i
din bloinstrende barnesjæl.
3*