Skírnir - 01.01.1928, Síða 43
36
Henrik Ibsen.
[Skímir
Da skulde fagre digte
svinge sig fra mit bryst,
da skulde frit jeg sejle
som fuglen mod skyens kyst
Og alle de spredte syner
blev til en enheds klang;
thi livets fagreste syner
spejled sig i min sang.
Hann fékk hennar og kvæntist henni árið eftir að hann
kom til Kristianíu, 1858. Árin 7, sem Ibsen dvaldist í Krist-
ianíu, urðu hans mestu neyðar- og niðurlægingarár. Hann
varð að visu leikhússtjóri þar, við norska leikhúsið, með
600 dala árslaunum. En stundum fékk hann þau ekki út-
borguð og svo var hann nú orðinn heimilisfaðir Og þótt
hann gæfi þar út sum af hinum beztu ritum sinum og orti
þar sín fegurstu ljóð, var þeim sumpart lítill gaumur gef-
inn og sumpart vöktu þau hneyksli. »Vikingana á Háloga-
landi« gaf hann út 1858, »Kærlighedens komedie« 1862 og
»Kongsemnerne« 1863, og þó var honum neitað'um lítil-
fjörlegan ferðastyrk, hvað þá heldur skáldalaun, hvað eftir
annað og meira að segja með niðrandi ummælum, en Björn-
son hafði hreppt hvorttveggja og meira að segja nokkuð löngu
áður. Von var, þótt Ibsen fylltist gremju og efasemdum
um sjálfan sig; en svo var fátækt hans mikil þá, að sagt
var, að hann »byggi í vetrarfrakka sínum«. Kona hans stóð
þó óskelfd við hlið hans og hvatti hann til nýrra stórræða.
Þvi segir hann í bréfi til P. Hansen 1870: »Fyrst þegar ég
kvæntist, fékk líf mitt fyllri merkingu. Fyrsti ávöxtur þess
var all-langt ljóð: »Uppi á öræfum« (»Paa vidderne«). Frelsis-
þrá sú, sem lýsir sér í þessu kvæði, kom þó ekki fyllilega
í ljós fyrri en í »Gamanleik ástarinnar«. Þetta rit vakti
mikið umtal í Noregi; það var farið að leiða dylgjur um
einkalíf mitt inn í umræðurnar og áliti minu hnignaði mjög.
En sú eina, sem þá tók svari þessarar bókar, var konan
mín. Hún var sú gerðar-kona, sem ég þurfti; — órökvís,
en með mjög sterkri listhneigð, stórbrotin að hugarfari og
hafði því nær óstjórnlega óbeit á öllum smásálarskap«.
Du unge drömmende gáde,
turde jeg grunde dig ud,
turde jeg kækt dig káre
til mine tankers brud.