Skírnir - 01.01.1928, Síða 44
Skirnir]
Henrik Ibsen.
37
Von var, þótt Ibsen nokkrum árum síðar, er hann var
losnaður úr öngþveiti Kristianíu-áranna og orðinn frægur
maður, minntist þessarar konu sinnar á sinn fámælta, en
skörulega hátt, er hann orti til hennar kvæði það, sem
hann nefnir „Tak“:
Hendes sorg var de vánder,
som knudred min sti,
hendes lykke de ánder,
som bar mig forbi.
Hendes hjem er herude
pá frihedens hav,
hvor digterens skude
kan spejle sig af.
Hendes slægt er de skiftende
skikkelsers rad,
som skrider med viftende
flag i mit kvad.
Hendes mál er at tænde
mit syn i glod,
sá ingen fik kjende,
hvo hjælpen bod.
Og just for hun venter
ej tak en gang,
jeg digter og prenter
en takkens sang.
Loksins losnaði Ibsen úr prísundinni, fékk ferðastyrk
og fór til Ítalíu 1864. En á næstu tveimur árum orti hann
höfuðrit sín »Brand« og »Pétur Gaut«. Því næst settist
hann að á Þýzkalandi 1868 og þaðan sendi hann svo leik-
rit sín með tveggja ára millibili. Upp úr þúsund ára hátíð
Norðmanna tók Ibsen að verða frægur maður og varð fræg-
ari með hverju árinu, sem leið. Hann var brátt talinn einn
hinn mesti leikritahöfundur 19. aldar. En ekki vildi hann
hverfa heim til Noregs. Hann dvaldi full 27 ár erlendis og
hvarf ekki heim til Noregs fyr en hann hafði fyrir löngu
áunnið sér heimsfrægð. En þá var honum líka tekið eins
og konungi, manninum, sem allir höfðu gert sér að skyldu
að gera lítið úr, á meðan hann dvaldist heima. Hann flutt-
ist heim til Noregs 1891 og dó í Kristíaníu 23. maí 1906.
Snúum nú huganum að skáldferli Ibsens og helztu
ritum hans, þeim sem hann orti fyrir þúsund ára hátíðina.
Ibsen hefur sjálfur sagt, að rit sín ættu ekki rót sína
að rekja til þess, að hann hefði fundið eitthvert gott efni,