Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 45
38
Henrik Ibsen.
|Skímir
heldur væru þau sprottin af einhverskonar »geðhrifum og
lífsástæðum« sjálfs hans og hvíldu á sjálfsrannsókn, eða
»sjálfskrufningu« (seluanatomi) eins og hann sjálfur nefnir það.
Kemur þetta og heim við það, sem hann segir í einu
erindi sinu:
At leve er — krig med trolde
i hjertets og hjernens hvælv.
At digte, — det er at holde
dommedag over sig selv.
Það er sjálfið eða sjálfsvera mannsins, sem er aðal-
viðfangsefni hans, hvort hún er veik eða sterk, og hvort
hún sigrar eða bíður ósigur í baráttunni við óhemjurnar í
brjósti manns. Einkum er það þó ein hugsun, sem kemur
einna greinilegast í ljós í höfuðritum Ibsens og hún er sú,
að guð eða forsjónin eða »heimsviljinn«, eða hvað maður
á að kalla það, hafi falið í hvers manns sál einhverskonar
hugsjón, einhverja köllun, er honum beri að rækja og reyna
að koma í framkvæmd með lífi sínu og starfi. Undir því,
hvernig honum tekst þetta, er dómurinn að lífslokum kom-
inn, hvort hann hefur sigrað eða er veginn og léttvægur
fundinn. Því er um að gera að reynast sjálfum sér, hug-
sjón sinni trúr. En nú er hvorttveggja, að maðurinn veit
ekki gjörla, hver er köllun hans, og annað það, að í hvers
manns brjósti búa hvatir og tilhneigingar, er reyna að toga
hann í ýmsar áttir Gerir Ibsen hvatir þessar venjulegast
að kvenmönnum, einkum í hinum fyrri og fyrstu ritum sín-
um, og berjast þær um yfirráðin yfir manninum, berjast um sál
hans, berjast ljóst eða leynt um ástir hans, þangað til önnur
hvor þeirra ber sigur úr býtum. Skáldskapur Ibsens var
því fyrst framan af einskonar hugsjónaskáldskapur, enda
þótt hann iklæddi hann holdi og blóði veruleikans. Stund-
um táknar konan þó sjálfa hugsjónina, og búa þá hinar
andstæðu hvatir i brjósti söguhetjunnar sjálfrar.
Það, sem ég nú hef sagt, kemur þegar greinilega i ljós
í æskuriti Ibsens, Catilínu (1850). Catilína er frelsishetjan,
sem hyggst að endurreisa Rómaveldi og afla því aftur