Skírnir - 01.01.1928, Page 46
Skimir]
Henrik Ibsen.
39
fornrar frægðar. En þeir, sem fylgja honum að málum, eru
þrjótar og mannleysur, sem hugsa ekki um annað, í hinni
yfirvofandi byltingu, en að skara eldi að sinni eigin köku. Þó
eru það einkum tvær konur, er berjast um yfirráðin yfir
sálu hans, Furia, hin tryllta hefnigirni, er hrópar hefnd niður
yfir hann sjálfan fyrir æskusynd, sem hann á að hafa drýgt
gegn systur hennar, og eiginkona hans, hin ástúðlega og milda
Aurelía, er vill fá hann til að lifa lífi sínu í friði og spekt.
Furia sigrar og veldur dauða Aurelíu og Catilínu og allra
fylgifiska hans.J
í öðru leikriti Ibsens, Veizlunni á Sólhaugum, sem er í
riddara- og þjóðvísnastíl miðalda og kom út 1856, á eitt-
hvað svipað sér stað, en þar eru það tvær systur, Margit
og Signe, sem báðar elska söguhetjuna, hinn víðförla ridd-
ara Guðmund Álfsson, hin ríklundaða Margit, sem vill örva
hann til frama og frægðar, og hin unga og blíðlundaða
systir hennar, Signe. Leiknum lýkur þannig, að Margit leggur
árar í bát og fer í klaustur, en hin ungu hjónaefni fara til
hirðar konungsins í Björgvin. Leikrit þetta er ort um það
bil, er skáldið var ástfangið af ungri stúlku í Björgvin,
Rikku Holst.
Ef vér nú berum þetta leikrit saman við »Víkingana á
Hálogalandi« (útg. 1858, isl. þýðing eftir Indriða Einarsson
og Eggert Ó. Brím. Rvk. 1892), þar sem skáldið tekur efni
sitt ’ ur Völsungasögu og viðar auk þess að sér úr ýmsum
íslendingasögum, er hann þá hafði kynnzt og lesið i þýð-
ingu N. M. Petersens, Egilssögu, Njálssögu og Laxdælu,
þá er söguhetjan, Sigurður víkingur, þar aftur staddur
milli tveggja kvenna, hinnar heiftþrungnu og hefnigjörnu
Hjördísar, valkyrju Sigurðar, og eiginkonu sinnar Dagnýjar,
er allsstaðar vill koma fram til sátta. En ekki er að þvi að
spyrja, að Hjördís sigrar og verður það sonum Örnúlfs úr
Fjörðum, Sigurði og henni sjálfri að fjörtjóni.
Hér er það, eftir eigin játningu Ibsens, að hann finnur
stílsmáta sinn, einmitt við lesturinn á íslendingasögum,
hin stuttu, en skapþrungnu andsvör, hvöss og snör eins