Skírnir - 01.01.1928, Síða 47
40
Henrik Ibsen.
[Skírnir
og axarhögg. Og er honum var borið á brýn, að hann í
»Veizlunni á Sólhaugum« hefði stælt »Svend Dyrings Hus«
eftir Henrik Hertz, neitar hann því afdráttarlaust, en segir:
— »Derimod fandt jeg i rigt mál i de islandske ættesagaer,
hvad jeg behovede som menneskelig iklædning for de stemninger.
forestillinger og tanker, der dengang opfyldte, eller i al fald mere
eller mindre klart foresvævede mig. Disse gammelnordiske literære
bidrag til vor sagatids personalhistorie havde jeg hidtil ikke kjendt.
knapt nok hort dem nævne. Da faldt mig ved et tilfælde N. M
Petersens, i al fald for sprogtonens vedkommende, fortræffelige over-
sættelse i hænde. Ud fra disse ættekroniker med deres vekslende
forhold og optrin mellem mand og mand, mellem kvinde og kvinde,
overhovedet mellem menneske og menneske, slog mig et personligt
fyldigt, levende livsindhold i mode; og ud af denne min leven
sammen med alle disse afsluttede, enkelte personlige kvinder og
mænd fremstod i min tanke det forste rá, tágede udkast til »Hær-
mændene pá Helgeland*.
(Formáli að »GiIdet pá Solhaug«).
í »Fru Inger til 0sterát«, (útg. 1857), leikriti er gerist
á mestu niðurlægingartímum Norðmanna, þá er þeir lágu
marflatir fyrir Dönum, er höfuðpersónan aðalsfrú ein, Inger,
sem hafði lofað því við dánarbeð Knúts Álfssonar að gjör-
ast forvígismaður þjóðar sinnar. En hún þjáist einnig, þeg-
ar hún er komin til ára sinna, af megnu sálarstríði, baráttu
andstæðra hvata í brjósti sínu, á annan bóginn Iönguninni
til þess að reynast loforði sínu trú, en á hinn bóginn ást-
inni til sonar, sem hún hefur alið á laun, en hefur alizt
upp hjá fjandmönnum hennar. Fyrir þetta verður hún að
»kvenlegum Hamlet«, er þorir hvorki að hrökkva né stökkva,
og verður að síðustu syni sínum að bana, en dóttir hennar
lætur tælast af sjálfum höfuðóvini ættarinnar, dönskum
aðalsmanni. Ibsen lætur frú Inger segja: »Ég var naumast
fullþroska, þegar ég fann guðs kraft í mér og ég hélt,
eins og margir héldu síðar, að sjálfur drottinn hefði sett
innsigli sitt á mig og kjörið mig til þess að berjast í fylk-
ingarbrjósti fyrir landi og [þjóð«. En hún þjáðist, líkt og
Ibsen þá, af sárum efasemdum um köllun sína: »Var þetta
ofmetnaður? Eða var það opinberun af himnum? Ég hef