Skírnir - 01.01.1928, Side 49
42
Henrik Ibsen.
[Skimir
den ændrer, lægger til, tar fra, formerer.
Og er De slig pá postamentet stillet,
da jubler den: Se nu er hun normal!
En Falk þykist þess fullviss, að Svanhildur vilji ekki láta
setja sig í slíka spennitreyju, sem lög og landssiður bjóða,
og því segir hann:
De vil ej tále formens snoriiv lagt
om Deres hjerte, frit má det pulsere.
Vill hann, að þau í sameiningu gjöri uppreisn gegn öllum
þjóðfélagslygunum og ræki hvort um sig köllun sína, hún
að gefa honum byr undir báða vængi með því að blása
honum fögrum söngvum í brjóst, en hann með því að yrkja
þá; en þau verði að gjöra þetta sem frjálsar, sannar og
sjálfstæðar manneskjur:
Sé, málet for personlighedens virke
er dog at stá selvstændig, sand og fri.
At være fri —
Ja, det er netop frihet
at gjare helt ud fyldest i sit kald,
og De, det ved jeg, blev af himlen viet
til værn for mig mod skonheds syndefald.
Svanhildur vill þó ekki lofast honum, á meðan hann er
þetta stofuskáld, sem hann nú virðist vera. Hún vill hvorki
vera hljóðpípa sú, er hann geti blásið á og fleygt síðan
burtu, né loft það, er lyfti pappírsdreka hans til flugs. En
vilji hann verða ádeiluskáld og segja heiminum til synd-
anna, þá skuli hún gjörast tryggur förunautur hans. Og
þetta verður. Falk flytur hina annáluðu »tevatnsræðu« sína,
þar sem hann úthellir skálum spottsins og hæðninnar yfir
hinar löngu trúlofanir og hjónabandið, þar sem allar feg-
urstu hugsjónir æskunnar veslist upp og deyi dauða sin-
um. Og Svanhildur lofast honum feginshugar, því að nú
sér hún, að hann þorir að beita sér. En brátt hrynja skýja-
borgir þeirra yfir þau. Guldstad grósseri, sem líka ann Svan-
hildi, kemur nú til skjalanna og spyr þau, hvort þau þori
að ábyrgjast, að ást þeirra og áhugi veslist ekki upp með