Skírnir - 01.01.1928, Page 50
Skimir]
Henrik Ibsen.
43
sama hætti í lífinu, og þá fallast þeím hendur. Þau þora
ekki að halda áfram, en kjósa heldur að skilja og geyma
minninguna um æskuástina óflekkaða í huga sínum.
Falk fer með stúdenta-söngsveitinni til fjalla og á með-
an Svanhildur játast Guldstad — raunar helzt til fljótt —
ómar söngur hans inn yfir leiksviðið:
— Kan hænde jeg sejler min skude pá grund,
o, men sá var det dog dejligt at fare.
Þannig endar »Gamanleikur ástarinnar« sem einskonar
harmleikur, endar á ósigri elskendanna; en með því játar
einmitt skáldið, eins og raunar Jóhann Sigurjónsson í Fjalla-
Eyvindi síðar, að hin »frjálsa ást«, sem svo’ er nefnd,
standist ekki hretviðri lífsins, liversu göfug og óeigingjöm
sem hún kunni að hafa verið í fyrstu.
Því óskiljanlegra er, hvernig ritinu var tekið, er það
loks birtist á prenti (1862). Það var ekki ráðizt svo mjög
á það opinberlega og í blöðunum; til þess var leikurinn of
glæsilega kveðinn, of veigamikill og sannur. En Ibsen var
níddur og. hælbitinn fyrir hann og reynt að snuðra allt það
upp úr einkalífi hans, er gæti orðið honum til vanza. Eng-
inn mælti leiknum bót nema konan hans, sem altaf stóð
óskelfd við hlið hans. Jafnvel margra ára vinir hans og sam-
herjar eins og Botten-Hansen, er þó gaf leikinn út sem
fylgirit við fréttablað sitt, sagði um Henrik Ibsen á prenti,
að hann vantaði bæði »háleita trú og sannfæringu«. Og er
Ibsen enn sótti um styrk til utanfarar, sagði einn maður úr
háskólaráðinu norska, að hann ætti frekar skilið »barsmíð
en styrk«. »Svo var ég þá bannfærður«, segir Ibsen »og
allir risu í gegn mér«. En einmitt á þessum árum — um
og eftir 1860 — orti hann sin fegurstu ljóð: „Pá viddeme“,
sem er einskonar eftirmáli við »Gamanleik ástarinnar« og
sýnir, hvernig hann harðnar innvortis við hverja raun; „Terje
Vigen“, eitt hið fegursta sagnljóð, sem nokkuru sinni hefur
verið kveðið, er lýsir svo átakanlega baráttunni fyrir konu
og barni og hinni göfugu hefnd stórbrotinnar sálar, og loks
eftir þær stuttu skemmtistundir, sem hann naut við söngmót-
ið i Björgvin 1863, þar sem Björnson kom fram eins og