Skírnir - 01.01.1928, Page 51
44
Henrik Ibsen.
[Skírnir
konungurinn, sem öllu réði, en Ibsen sem hertogi hans eða
jarl, yrkir Ibsen eftir heimkomuna fyrsta meistaraverk sitt
af leikritatæi — Kongsemnerne, en þar lýsir hann í líki
Skúla jarls hinum sára efa sjálfs sín um köllun sína.
í »Gamanleik ástarinnar« var því haldið fram, að menn
ættu að verða að frjálsum og sjálfstæðum einstaklingum,
en ekki láta almenningsálitið eða siðvenjur þjóðfélagsins
hafa nein áhrif á þroska sinn og sjálfstæði. En í hvaða átt
áttu menn þá helzt að Ieita þroska síns og eftir hvaða
hugsjón áttu þeir helzt að fara? Þess er ekki getið þar,
nema hvað sagt er í niðurlagi leiksins, að menn eigi að
fylgja einhverjum ljósboða frá guði, hvað sem á bjáti:
Om alle lys i verden slukkes ud,
lystanken lever dog, thi den er Gud.
Þessi ljósboði verður nú í »Konungaefnunum« að eins
konar konungshugsjón, er guð hefur falið í sálu manns; og
hafi maður nægilega snilligáfu (ingenium) til að bera, þá
verði maður sín hennar meðvitandi og fyllist þeirri sann-
færingu, að það sé bæði skylda manns og köllun að koma
henni í framkvæmd. Köllunin er einskonar náðarval guðs
eða forsjónarinnar, er fellur hinum hamingjusama i skaut;
en hinir, sem hvorki hafa hæfileika, hugsjón né sjálfstraust
til að bera, fyllast ýmist efasemdum og öfund eða óslökkv-
andi metorðagirnd og illgirni.
Öllu þessu er nú lýst á ógleymanlegan hátt í þremur
aðalpersónum »Konungaefnanna«, Hákoni Hákonarsyni,
Skúla hertoga og Nikulási biskupi. Hákon, sem er fullur
sjálfstrausts og framsóknar og hefur alið þá konungshugsjón
í brjósti, að gjöra allan Iandslýðinn að einni þjóð, er
þess fullviss, að hann sé kjörinn til að rækja þessa köllun
sína. En Skúli, sem er jafnvel betur gefinn en Hákon og
sjálfur þykist réttborinn til ríkis, er fullur efasemda um
köllun sína og hyggur réttara »að deila og drottna«. Loks
er ómennið Nikulás, fullur illgirni og slægðar, af því að
hann er fæddur ragmenni, er sáir drekasæði sínu, sæði úlf-
úðar og haturs leikinn á enda, svo að enginn verði öðrum
meiri.