Skírnir - 01.01.1928, Side 52
Skimir]
Henrik Ibsen.
45
Munurinn á Hákoni og Skúla kemur einna skýrast í
ljós í þessum viðræðum þeirra:
H á k on
Allt féll i ljúfa löð, þegar ég varð konungur; þá voru engir
Baglar, engir Ribbungar framar til.
Skul i
Af þvi ættuð þér sízt að guma, þvi að þar er hættan mest.
Einn flokkurinn verður að rísa gegn öðrum, krafa gegn kröfu, fylki
gegn fylki, ef konungurinn á að vera voldugastur allra. Hvert hérað,
hver ætt, verður annaðhvort að leita trausts og halds hjá honum
eða að óttast hann. Bægið þér ófriðnum á braut, hafið þér á samri
stund svift sjálfan yður völdunum.
Hákon
Og þér viljið vera konungur — þér, sem hafið slíkar skoðanir?
Ef til vill hefðuð þér getað orðið all-dugandi höfðingi á timum Er-
lings skakka; en nú eruð þér orðinn á eftir timanum og vitið þó
ekki af þvi. Sjáið þér ekki, að Noregs ríki, eins og þeir Haraldur
og Olafur hafa til þess stofnað, má líkja við kirkju, sem enn bíður
vigslu sinnar. Veggirnir risa með sterkum stoðum, loftið hvelfist
viða vegu ofan yfir, turninn bendir upp á við, eins og grenitré í
skógi; en lifið, hjartað sem slær, hin örvandi blóðrás, fer ekki enn
um verkið; guðs lifandi anda hefur enn ekki verið blásið í það;
það hefur ekki hlotið vígsluna. — Ég mun vigja það. Noregur varð
ríki, Norðmenn eiga að verða þjóð. Þrændur risu gegn Víkverjum,
Egðir gegn Hörðum, Háleygir gegn Sygnum; allir eiga nú að verða
eitt; allir eiga að skynja það og skilja, að þeir séu eitt. Þetta er
köllun sú, sem guð hefur lagt mér á herðar; þetta er hlutverk það,
sem Noregskonungi ber nú að leysa af hendi. En ég hugsa, að
þér, hertogi, takizt ekki slíkt á hendur, því að i sannleika, þér eruð
ekki maður til þessa.
Skúli (orðlaus)
— — — Sameina — sameina Þrændur og Víkverja — allan
Noregs lýð. (Með vantrúarsvip). Þetta er ógerningur! Þessa hefur
aldrei verið getið í Noregssögu fyr.
H á k o n
Yður er þetta ógerningur! því að þér getið aðeins endurtekið
söguna; en mér veitir þetta jafn-létt og fáikanum að kljúfa skýin. —
Þótt Skúli sé nú svo vantrúaður í fyrstu á þessa kon-
ungshugsjón Hákonar, verður hann brátt sömu skoðunar
og rænir henni frá honum. Hann lætur kveðja sig til kon-