Skírnir - 01.01.1928, Page 53
46
Henrik Ibsen.
[Skírnir
ungs, leggur til orrustu við Hákon og sigrar. En hann þjá-
ist þó af efasemdum um sjálfan sig og köllun sína. Hann
spyr íslendinginn Játgeir, sem er hvorttveggja í senn, skáld
og spekingur, hvort unnt sé að unna barni annars manns,
ræna kvæðum hans, eða hugsjónum. Já, sé maður sjálfur
ófrjór. Enginn getur þó lifað fyrir hugsjón annars manns,
en hann getur fórnað sér, jafnvel fórnað lífi sínu, fyrir hana.
Ekki bætir þetta Skúla í skapi. Og geti hann nú ekki sjálfur
trúað eða treyst á sjálfan sig, verður hann að fá einhvern
til þessa. Kona, sem hann hefur unnað í æsku, færir honum
þá son þeirra, og þessi sonur fyllist slikri trú og hrifningu fyrir
þeirri konungshugsjón, sem hann heldur að sé eiginleg eign
Skúla, að hann fremur helgispjöll til þess að fá hann krýndan.
En er þetta mistekst, leggur Skúli árar í bát og geti hann
ekki lifað konungshugsjón Hákonar, vill hann nú fórna sér
fyrir hana og gefur sig, ásamt syni sínum, fjandmönnunum
á vald, með þessum orðum:
— Quð íminn, ég er fátækur maður, ég get aðeins fórnað lifi
minu, en tak það og jbjargaðu hinni miklu konungshugsjón Há-
konar. —
í sömu svifum eru þeir feðgar drepnir. Hákon kon-
ungur kemur þar að, stígur yfir lík Skúla og segir:
— Skúli Bárðarson var olnbogabarn guðs á jörðu. —
Síðan er öllum klukkum hringt í Niðarósi. Þær hringja
úlfúðina til moldar, en einingu og frið inn yfir landið.
Konungshugsjón Hákonar hafði sigrað.
Með þessum snilldarsjónleik um blómaöld Norðmanna
sigraði Ibsen nú líka andstöðuna heima fyrir. Hann fékk
utanfararstyrk og gat loks losnað úr úlfakreppu þeirri, sem
hann hafði verið í. En þungan hug bar hann til landa sinna,
bæði fyrir meðferðina á sjálfum sér og ekki sízt fyrir það,
hvernig þeim hafði farizt við konungshugsjón þá, sem hann
sjálfur og margir ungir menn þeirra tíma höfðu borið fyrir
brjósti, einingu og samhug allra Norðurlandabúa. Margsinnis
höfðu ungir menntamenn á Norðurlöndum strengt þess heit
yfir freyðandi skálum, að veita hver öðrum vígsgengi, ef