Skírnir - 01.01.1928, Síða 54
Skímir]
Henrik Ibsen.
47
eitthvert Norðurlandaríkjanna lenti í ófriði. Nú var Slés-
víkurstríðið skollið 'yfir, en bæði Svíar og Norðmenn brugð-
ust Dönum, er til kastanna kom. Þetta sárnaði Ibsen ákaf-
lega og hann orti hvert kvæðið á fætur öðru, til þess að
eggja landa sina lögeggjan. En ekkert stoðaði. Þeir sátu
flestir hjá og létu sér nægja að senda Dönum samúðar-
skeyti:
Jeg slynget pá rim et klokkeklemt
over landet ud — der blev ingen skræmt —
segir Ibsen, er hann fer að heiman með vorinu 1864. En
hann hugsaði þeim þegjandi þörfina, hugsaði sér að segja
þeim til syndanna. Hann fór nú alla leið til Ítalíu og þar orti
hann á næstu árum höfuðrit sín, »Brand« og »Pétur Gaut«.
Ræða þau um hið sama og áður, að reynast sjálfum sér,
köllun sinni trúr eða ótrúr. En nú er ekki litið lengur á
köllunina sem náðargjöf, heldur á hvern mann sjálfan að
gruna það, hvað bezt sé og ágætast í eðli hans og reyna
að þroska það með sjálfum sér. En þetta tekst misjafnlega,
menn verða ýmist »ljósmyndin« eða »skuggamyndin« af
þvi, sem skaparinn hefur ætlazt til, að þeir yrðu. Fyrir
hálfvelgjuna í eigin brjósti verða þeir oftast hálfir menn,
en ekki heilir. Þeir semja svo lengi við sjálfa sig, að þeir
svíkja tilgang sinn. Það er því »samninga-djöfullinn«, sem
þeir ættu helzt að forðast.
Ég hugsa nú, að þér, lesendur mínir, þekkið »Brand«
og »Pétur Gaut«, annaðhvort á frummálinu eða þá af hin
um ágætu þýðingum þeirra Matth. Jochumssonar og Einars
Benediktssonar, of vel til þess, að ég þurfi að lýsa þeim
i einstökum atriðum. Ég skal því láta mér nægja að lýsa
aðalinntakinu.
Fyrst ætlaði Ibsen að yrkja »Brand« í sagnljóðasniði
(Den episke Brand, udg. af K. Larsen 1907) og var að fást
við hann í heilt ár, en var þó óánægður með hann. En
einn góðan veðurdag varð honum reikað inn í Péturskirkj-
una í Róm og þá sá hann eins og í sýn, hvernig allt átti
að vera. Orti hann þá á tiltölulega stuttum tíma og í eins-
konar »krossferðarfögnuði« þenna 5 þátta ljóðleik, sem allir