Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 55
48
Henrik lbsen.
[Skírnir
þekkja og þótti einhver mesti bókmenntaviðburður aldar-
innar um það leyti, sem hann kom út (1866).
Brandur er, eins og kunnugt er, prestur, en hetði eins
og höf. lýsti yfir í bréfi til G. Brandes getað verið hverrar
annarar stéttar, ef hann aðeins hefði sýnt sig jafn-einbeitt-
an í því að halda hugsjón sinni fram; en nú gerði Ibsen
hann að presti til þess að sýna afstöðu mannsins til guðs
og alls hins helgasta. Brandur heimtar það af hverjum
manni, að hann fórni guði öllu eða engu og taki ekki tillit
til neins annars. Guð er enginn góðlyndur, gráhærður afi
með gleraugu og nátthúfu, eins og sumir vilja hugsa sér
hann, heldur strangur dómari, sem krefst þess, að menn
geri skyldu sína í hvívetna og fórni öllu öðru fyrir það.
Hann vill skapa manninn um að nýju, gera hann mikinn
og fórnfúsan, fá hann til að fórna öllu fyrir hugsjón sína.
Og þessa kröfu gerir Brandur nú bæði til sjálfs sín og
annara. Móðir hans verður að tjá sig fúsa til þess að gefa
hvern eyri af eigum sínum, ef hún vill hljóta huggun og
fyrirgefningu syndanna á dauðastundinni; sjálfur má hann
ekki flýja með dauðveikt barn sitt til suðlægari héraða,
þótt hann sárlangi til þess; og hann knýr konu sína Agn-
esi til þess að gefa förukonunni hverja spjör af barni sínu,
jafnvel sveitadúkinn, sem hún grét blóðugum tárum sínum
í, þegar barnið var dáið. Sjálfur stendur Brandur eins og
miðja vegu milli hinnar hálfbrjáluðu Gerðar, ímyndar of-
stækisins, sem alltaf er að elta »kynjahaukinn«, samninga-
djöfulinn, er sífellt vill fá menn til þess að láta undan, og
hinnar ástríku eiginkonu sinnar Agnesar, — einhverrar
fegurstu konu, sem til er í bókmenntum nokkurrar þjóð-
ar. En Brandur lætur heillast af hinu ósveigjanlega of-
stæki sínu, þótt hann dauðkenni til og sé oft kominn að
því að hopa, þangað til hann hefur fórnað öllu, móður
sinni, barni og eiginkonu og öllum eigum sinum til þess að
byggja stóra og veglega kirkju. En allt kemur þetta að
engu haldi. Aldrei finnst honum að hann dýrki guð sinn,
svo sem vera ber, og síðast fer hann með söfnuð sinn upp
á öræfi, til þess að tigna guð í hásölum náttúrunnar. En