Skírnir - 01.01.1928, Page 56
Skirnir]
Henrik Ibsen.
49
lýðurinn leitar að vonum tljótt aftur niður til dalsins og
fiskigöngunnar i firðinum, og skilst þannig við Brand, að
hann grýtir hann; en Gerður hleypir snjóskriðunni niður
yfir hann. Þá hrópar Brandur í neyð sinni:
Seg mér, Guð, í þyngstu þraut,
þýðir ekkert lífs á braut
viljans krafta kvantum satis?
En þá hljómar rödd af himni, sem segir:
Hann er cleus caritatis.
Með öðrum orðum, hér er spurt með orðatiltæki, sem kom-
ið er frá Sören Kjerkegaard, hvort nœgilega fórnfús vilji
sé ekki einhlitur til sáluhjálpar, en svarið hljóðar, að guð
sé guð kœrleikans. Brandur hefur því misskilið köllun sína
beitt bæði sjálfan sig og aðra allt of mikilli hörku. Þetta
segir og læknirinn við hann þegar í byrjun leiksins, þegar
Brandur vill ekki fara með honum til móður sinnar, fyr en
hún hefur tjáð sig fúsa til að fórna öllu:
Já, viljans krafta kvantum satis
skal kvitta allt, og gott er það.
En fjárins conto caritatis
er, klerkur minn, þitt auða blað.
Hann skortir m. ö. o. öll kærleiksverkin tekjumegin til þess
að vega upp á móti syndagjöldunum hinum megin. Þvi er
hann nú veginn og léttvægur fundinn, ekki af því, að hann
hafi sýnt sig fúsan til að fórna öllu, sem er hans mesta
sæmd, heldur af því, að hann hefur sýnt sig að miskunn-
arleysi við aðra. Og þó getur Brandur orðið oss til fyrir-
myndar fyrir trúfesti þá, sem hann sýndi hugsjón sinni.
Brandur ægir oss með mikilleik sínum og fórnfýsi; en það
sem gerir oss leikrit þetta ógleymanlegt, er Agnes, ástmær-
in, konan og móðirin, sem er lýst svo hjartnæmt og vel,
að maður gagnvart henni gæti gleymt skyldum sínum við
guð og menn, enda er öll framkoma hennar gagnvart
Brandi og barninu þyngsti áfellisdómurinn yfir honum
sjálfum. —
Með »Brandi« aflaði Ibsen sér fjár og frama og var
hann nú upp frá þessu talinn eitt hið mesta skáld Norður-
4