Skírnir - 01.01.1928, Side 58
Skirnir|
Henrik Ibsen.
51
Sólveig: Helga, hún bar mér boðin þin;
boð fluttu stormur og kyrrð til min.
Móðir þín bar mér boð með sögum,
boð sem uxu i draumanna högum.
Svo fluttu mér boð með talandi tungu
tómlegir dagar og næturnar þungu.
Mér var ekki lengur líft niðri í byggð;
likt sem ég fyndi ekki kæti eða hryggð.
Ég vissi ekki traust um vilja þinn,
en vissi, að ráðinn var hugur minn.
Pétur: En faðir þinn?
Sólveig: Hvergi um heimsins slóðir
heitir mér lengur neinn faðir né móðir.
Ég hef skilið við alla.
Pétur: Og allt vegna mín
elskaða Sólveig?
Sólveig: Já, vegna þín.
Þú verður að reynast mér vinur og bróðir.
(grætur) Verst var að skiljast við systur mína yngri —
nei, föðurmissirinn þótti mér þyngri,
en þyngst fannst þó kveðjan við mömmu falla;
nei, guð veit það versta vil ég kalla,
að verða að skiljast við alla, alla!
Pétur: Og þekkirðu dóminn, sem dæmdi frá mér
allt dautt og lifandi, sem fannst hjá mér?
Sólveig: Heldurðu ég skilji við allt, sem ég ann,
auðsins vegna? Hvað skeyti ég uin hann?
Pétur: Og hefurðu frétt, ég er friðlaus maður,
á fjöllum og skógi er minn griðastaður.
Sólveig: Ég fór á skíðum og frétti um veg.
Hvert ferðu, spurðu menn. Heim, sagði ég.
Pétur: Svo burtu lokur, lásar og plankar,
Nú leita ekki að húsinu áraþankar. — —
En áraþankarnir sækja þó að honum í líki grænklæddrar
kerlingar með haltan snáða í eftirdragi. Þetta er dóttir
Dofra og hún kennir nú Pétri krógann. En Pétur þrætir
fyrir hann. Þá segir hún:
Finnst þér ekki auðþekktur grísinn á skinninu?
Sérðu ekki? Líttu á, sá litli ber gallann
á löppinni — en þú ert haltur á sinninu.
Nú þorir Pétur ekki að nálgast Sólveigu, en flýr til byggða,
kemur við hjá móður sinni, sem liggur í andarslitrunum,
4*