Skírnir - 01.01.1928, Síða 59
52
Henrik Ibsen.
|Skirnir
sezt á stokkinn hjá henni og þykist vera að aka henni til
»Sóría-Móría slotsins« og síðan alla leið til himnaríkis. Hún
deyr og hann veitir henni nábjargirnar, og síðan strýkur
hann úr landi til Ameriku.
Eftir fjölmörg ár hittum vjer Pétur Gaut enn á ný.
Hann er nú orðinn ríkur heimsborgari og er á ferð kring-
um hnöttinn ásamt félögum sínum, fulltrúum helztu menn-
inngarþjóða. Ekki hefur hann lært að verða sjálfum sér,
hugsjón sinni, trúr, heldur að vera sjálfum sér nógur, loka
sig inni i sitt þrönga, eigingjarna sjálf og þjóna eiginhags-
munum, en forðast allt, sem andstætt er og örðugt. Vestra
hefur hann auðgast á þrælavinnu og ýmisskonar braski og
á því að senda á víxl skurðgoðamyndir og presta til Kína,
svo að þetta gæti vegið salt hvað á móti öðru. Og enn
er hann sama sinnis, að maka krókinn, hvernig svo sem
málstaðurinn er. Grikkir eru að brjótast undan oki Tyrkja
og félagar Gauts halda, að hann ætli að aðstoða þá í stríð-
inu með þvi að veita þeim stórfé að láni; en hann vill
lána Tyrkjanum, af því að hann sé líklegri til að sigra;
svo geti þeir félagar hans, ef þeir vilji, veitt Grikkjum lið og
spriklað á spjótsoddum Janitsjara, Þannig er Pétur innrættur
og þeir fyllast ógeði á honum, ákveða að stela frá honum
auðæfum hans og fara um borð á laun við Pétur, en þá
springur skipið í loft upp. Pétur er nú einn eftir, slyppur
og snauður, á Afríkuströndum, en lofar guð fyrir lífgjöfina.
Óviljandi kemst hann nú í tæri við apakettina í skóginum
og vill vingast við þá, en þeir ata hann sauri og gera
honum ýmislegt til miska. Þá gerist hann spámaður, ríður
inn yfir eyðimörkina og verður ástfanginn af Anítru, dóttur
Arabahöfðingja. Hún vill ekki við honum líta, spámanns-
fauskinum, og ríður frá honum. Þá gerist hann fornfræð-
ingur og kemur til pýramidanna í nánd við Kairo. Þar hittir
hann fyrir sér ýmsa sérvitringa, t. d. málstreitumanninn
Húhú (Vinje), sem á ekki neinu láni að fagna heima fyrir,
en er nú vísað vestur á bóginn (til íslands), þar sem apa-
málið sé talað enn hreint og óbjagað: