Skírnir - 01.01.1928, Síða 60
Skimir]
Henrik Ibsen.
53
Austmenn reka af sér góðskáld;
apinn vestra skal fá þjóðskáld.
Þar hittir hann og Begriffenfeldt, sem er ímynd þýzkrar heim-
speki, og marga fleiri hjákátlega sveina; vill hver þeirra
fylgja sinni firru fram. Þeir gera nú Pétur að keisara í höll
sinni (vitfirringahælinu), því að hann er þeirra mestur sjálf-
birgingur. En er þeir skera sig á háls fyrir sjónum hans
og annað því um líkt, líður yfir Pétur og hann óskar sér
veg allrar veraldar á burt frá þeim.
Enn hittum vér Pétur í aftakaveðri undir Noregsströnd-
um. Hann er á heimleið. Skipið ferst, og hann kemst á
kjöl, en bjargar sér á land með því eina móti, að hrinda
matsveininum, sem er margra barna faðir, af kjölnum. Þeg-
ar hann kemur á land, er verið að grafa manninn, sem hjó
af sér fingurinn forðum daga til þess að losna við her-
þjónustuna. Hann hefir reynzt sínum trúr, byggt þrisvar upp
bæinn sinn og komið drengjum sínum til manns, þótt þeir
gleymdu honum siðar, því mun hann vart »bera örkuml
fyrir drottni«. En heima á Heggstöðum er uppboð; þar er
verið að selja ýmislegt heiman frá Pétri, hnappadeigluna,
sem hann lék sér með sem barn, og ýmislegt annað; en
jafnframt er verið að segja sögur af Pétri, skrumaranum
og letingjanum, er strauk til Ameríku og er nú sagður að
hafa verið hengdur þar. Og nú fer Pétur að hugsa um,
hver hann sé. Hann finnur jarðlauk og fer að flysja hann:
yzt er skipbrotsmaðurinn, þá gullgrafarinn og grávöru-
veiðarinn, þá keisarinn, fornfræðingurinn og spámanns
gaukurinn, eintóm hýði og enginn kjarni og eilífur flótti
úr einu í annað.
En þá kemur hann auga á selkofa, selkofann sinn
gamla, þar sem Sólveig hefur búið alla tíð, síðan þau
skildu, og hann heyrir hana syngja:
Hátiðin nálgast húsin min.
Hjartans vinur þú ert fjarri.
Má vænta þín?