Skírnir - 01.01.1928, Side 61
54
Henrik Ibsen.
ISkírnir
Þá rís Pétur upp hljóðlega, náfölnar og segir:
Einn, sem mundi — og annar, sem gleymdi!
Einn, sem týndi — og hinn, sem geymdi!
Ó, alvara! Leikslok! Mín ævi er að kveldi.
Ótti. Hér var mitt keisaraveldi.
Og nú koma reikningsskilin. Honum finnst líf sitt vera eins
og kolbrunninn furumói; hnoðun við fætur hans eru hugs-
anir þær, sem hann hefði átt að hugsa; visin blöðin úr-
lausnarefni þau, sem hann hefði átt að fást við; brotin strá-
in verkin, sem hann lét óunnin; þyturinn í loftinu söngvar
þeir, sem hann hefði átt að syngja; döggin á grasinu tár
þau, sem hann hefði átt að gráta; en allt hrúgast þetta
upp í eina ógeðslega öskuhrúgu, pýramidann yfir Pétri
Gaut, eða eins og hann sjálfur segir:
Aska, duft og agnagrúi, — t
efni í bygginguna er nóg.
Innan í sé feyskja og fúi,
falsað allt sem kölkuð þró.
Stöpulgrunninn byggir blekking,
blindað ráð og dauðfædd þekking.
Varðan hleðst með stalla og stigum,
stækkuð, hækkuð upp með lygum.
Eínurð hálf og hræsnin tóm,
hátt með dómsins lúðurhljóm
prýðir efsta pallinn: Lesið!
Petrus Gothus Ccesar fecit!
Eða eins og stendur í frumtextanum, »flugt for alvor, sky
for anger«, það eru aðalmein Péturs og þau hafa spillt öllu
lífi hans. Því er hann ekki nema brotabrot af þvi, sem
hann gat orðið og átti að verða:
Þú áttir að skína skært og mikið
á skrúða vors heims — hefði ei fóturinn svikið —
og því kemur nú hnappasmiðurinn til sögunnar, til þess að
steypa hann um með Pétri og Páli eins og hvert annað
brotasilfur. En Pétur vill ekki gjarna missa síns eigin sjálfs,
hversu lítilmótlegt sem það er, og vill heldur fá vist hjá
fjandanum, en þó rétt um stundarsakir. En er fjandinn birt-
ist honum í prestslíki, gugnar Pétur, þvi að í víti á að brenna