Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 62
Skirnir]
Henrik Ibsen.
55
og svíða sorann úr sái hans til þess að framkalla þá réttu
mynd — Ijósmyndina; og hann lýgur því nú, að Gautur sé
staddur suður á Kap. Loks Ieitar hann á náðir Dofra kongs,
sem nú er kominn á verðgang, og vill fá vottorð hans um
það, að hann hafi jafnan verið samur við sig, sjálfum sér
líkur; en Dofri kemur honum í skilning um, að hann hafi
einmitt lært það þessa stuttu stund sína hjá tröllunum, að
vera sjálfum sér nógur. Þá er fokið í flest skjól og kom-
ið að síðustu krossgötunni. Pétur heyrir nú aftur söng Sól-
veigar og sér kofann. Augnablik er hann á báðum áttum
og hugsar enn að »beygja hjá«, en þótt það sé nú »eins
og harmur, sem fær aldrei frið«, að fara nú heim, þá fer
hann nú beint þetta siðasta sinn og fleygir sér niður fyrir
fætur Sólveigar; en hún stendur kirkjubúin í gættinni með
staf í hendi og þreifar fyrir sér, því að hún hefur grátið sig
blinda yfir Pétri. Hann biður hana nú í dauðans ofboði að
hrópa upp öll sín afbrot, svo að hann losni við að fara í
deigluna. Hún á að segja, hvar Pétur hafi dvalið allan þenna
tima heill og óbrotinn, með ákvörðun drottins á enni sér:
Pétur: Hvar var ég, sá sanni, sem ekki hefur breytzt
með einkenni guðs mins, sem aldrei brást?
Sólveig: / minni trú, minni von, minni ást!
Og svo vefur hún hann örmum, eins og ofurlítinn
drenghnokka, og fer að syngja, meðan sólin rennur upp:
Sof þú hjartkæri sveinninn minn!
Ég skal vagga þér, ég skal vaka. —
Loks hefur þá Pétur Gautur ratað heim á gamalsaldri,
þá er hann var kominn að fótum fram, og fundið ákvörðun
sína í Iifinu.
En hin aðvarandi rödd hnappasmiðsins segir honum,
að hann verði að gæta sín, því að við síðustu gatnamótin
sé engrar hlífðar að vænta. —
Með Pétri Gaut sigraði Ibsen loks mest-alla andstöð-
una heima fyrir, og þó varð hann enn að senda Iöndum
sínum kveðju i hinum ófagra skrípaleik af stjórnmálunum
norsku: »De unges forbund« (1869), þar sem sagt er, að
hann hafi teiknað afkáramynd af Björnson o. fl. Þá gaf