Skírnir - 01.01.1928, Síða 63
56
Henrik Ibsen.
[Skirnir
hann út kvæði sín, ágætasta kvæðasafnið, sem út hefur
verið gefið á Norðurlöndum (1871). Og loks gat hann nú
gefið sig allan við að yrkja höfuðverk sitt, sem hann hugði að
mundi verða, »tröllið Julian« eða »Keiser og Galilæer«, en það
kom út í tveim bindum árið 1873 og hafði þá verið ein níu ár
á döfinni. Það er síðasta ritið, sem ræðir um afstöðu manns-
ins til köllunar hans og á að sýna, að enginn geti um flú-
ið forlög sín, þótt honum finnist hann vera frjáls. Hann er
aðeins verkfæri í höndum »heimsviljans«.
Aðalpersónan í þessum risaleik, er ræðir um úrslita-
baráttuna milli kristni og heiðni, er Júlían] trúvillingur,
fyrst sem ríkiserfingi og síðan sem rómverskur keisari, og
er þetta forlagaleikur í fornum stíl.
Júlían hafði verið spáð, að hann myndi »grundvalla
rikið« (o: kristnina). En átti það að vera sem fyrirsvari
hennar eða fjandmaður? Sjálfan hafði Júlían á æskuárum
langað til að líkjast fornhetjunum, en hann skorti hug og
áræði og flúði inn i hugheim bókmenntanna, lét sér nægja
að lesa um hetjurnar í kviðum Hómers. Kristnir menn vilja
að hann »gangi inn í gryfjuna og berjist við ljónin«, fjand-
menn kristninnar, og Makrina, mærin sem hann elskar,
segir, að hann sé Davíð endurborinn, sem eigi að sigrast
á köppum heiðingjanna. En sjálfur er Júlían á báðum átt-
um. — Hvert er ríkið, sem honum ber að stofna? Er það
ríki kristninnar eða heiðninnar eða eitthvert þriðja ríki?
Særingamaðurinn Maximos, sem Júlían treystir einna helzt,
segir fyrir um þetta þriðja ríki, þar sem andstæðan milli
anda og holds sé upphafin og mannkynið nái fullkomnun
sinni. En hvernig • verður þetta þriðja ríki til? Það þurfti
tvo svikara, Kain og Júdas, til þess, að tvö fyrri ríkin, riki
þekkingarinnar og ríki mannkærleikans kæmist á stofn; ætti
þá einhver þriðji svikarinn að ryðja þriðja ríkinu braut?
Um þetta getur Maximos ekkert sagt, því að svikarinn er þá
enn í tölu lifenda og ekki unnt að særa fram anda hans.
En Júlían hryllir við hugsun þessari; hann vill ekki verða
óviljandi verkfæri í höndum forsjónarinnar til þessa, heldur
vill hann sjálfur ráða lífi sínu. Hann hræðist jafnt keis-