Skírnir - 01.01.1928, Page 64
írnir|
Henrik Ibsen.
57
arann sein Krist og vill nú reyna að verða óháður þeim
báðum.
En einmitt í sömu svifum og Júlían ákveður að bjóða
forlögunum byrginn er hann gjörður að ríkiserfingja. Hann
fær Helenar hinnar fögru, systur keisarans, og fer herferð
móti Göllum. Helena dregur hann á tálar, en er sjálf drepin
á eitri, er keisarinn hefur byrlað henni, og Júlían reynir
nú með fjölkynngi að ráða keisarann af dögum. Það tekst
og þá hrópar Júlían upp yfir sig: »Frjáls, frjáls! mitt er
ríkið!« Og hann afneitar nú kristindóminum fyrir fullt og
allt til[þess að stofna hið þriðja ríki, ríki mannúðar og feg-
urðar; hann ætlar að taka sér Markus Aurelius og aðra
spekinga til fyrirmyndar. En einmitt með þessu tiltæki sínu
leggur hann vað forlaganna að fótum sér. Kristnir menn, sem
hann nú tekur að ofsækja, gleyma sundurlyndi sínu og fyll-
ast fórnfýsi; sjálfur blindast hann af ofmetnaði, og svo er það
aðeins heiðnin, sem hann ætlar sér að endurreisa, en »það
sem einu sinni er dautt, verður ekki logið til lífsins aftur«.
Heiðni og kristni taka nú að berjast. Á meðan
Appollos-dýrkendurnir syngja:
Inndæll er svalinn af ilmandi rósum,
inndælt að laugast af sólstöfum ljósuin —
syngja kristnir bandingjar:
Sælt er að hníga o’ní sollið dikið,
Sælt er að deyja og erfa ríkið —
En í ofmetnaði sínuin hyggur nú Júlían, að hann sé orðinn
einskonar guð-keisari eða keisara-guð og að hinn himneski
Messías hafi tekið sér bólfestu í honum. Hann hyggur, að
hann eigi að verða ættfaðir nýs og göfugs mannflokks og
heldur austur á bóginn, til hins fyrirheitna lands í Persíu
°g Indlandi, líkt og Alexander, og hann brennir öll skip
sín að baki sér. En í síðasta þætti er hann búinn að missa
aha von um sjálfan sig og trúna á goðin. Hann óskar þess
eins að mega hverfa af jörðunni og að allt mannkynið megi
tortímast, svo að enginn sé til frásagna um ósigur hans.
En er spjótið frá Golgata særir hann holundarsári, verður
honum að orði: »Þú hefur sigrað, Galílei!«