Skírnir - 01.01.1928, Page 66
Framtíðarhorfur Austurríkis.
Eftir R. Kinsky.
15. júlí létu 100 manns lífið í Vínarborg í uppþoti, en
um 1000 særðust. Hvernig gat þetta að borið í borg,
sem hlotið hefur heimsfrægð fyrir glaðværð sina og gest-
risni? Til þess lágu hörmulegar orsakir, og verður nú reynt
að gera grein fyrir þeim í línum þeim, sem hér fara á eftir.
í Schattendorf, litlu þorpi á landssvæði því, sem Ung-
verjar urðu að láta af hendi við Austurríkismenn við frið-
arsamningana i St. Germain, eru til tveir stjórnmálaflokkar:
íhaldssamur bændaflokkur, er nefnist christlichsociale Partei,
og jafnaðarmenn. Þessir flokkar skifta öllum landslýð í
Austurríki á milli sín og berjast hvor gegn öðrum af hinni
stækustu úlfúð. Þorp þetta má nú heita smásýnishorn af
ástandinu í öllu landinu. Það er vani þessara flokka að
halda endrum og sinnum skrúðgöngur og kröfugöngur, og
er þá oft mikið um dýrðir, skemtanir ýmsar á boðstólum
o. s. frv. Sunnudag einn hópuðust íhaldsmenn saman í
Schattendorf, en sumir þeirra höfðu samkomur i heimahús-
um eða í veitingahúsum. Það er skylda stjórnarvaldanna,
þegar svo ber undir, að stía flokkunum sem bezt i sundur.
Þennan sunnudag misheppnaðist sú viðleitni. Jafnaðarmenn
stofnuóu lika til skrúðgöngu, og urðu brátt illdeilur milli
þeirra og andstæðinganna, og lenti að lokum i ryskingum.
Þá gerðist pað, að nokkrir íhaldsmenn, sem höfðu verið
kvíaðir inni í híbýlum sínum, skutu á andstæðinga sína út
um gluggana, er þeir reyndu að ryðjast inn. Drápu þeir á
þann hátt fullorðinn alþýðumann og barn úr sama flokki.
Lögreglan kom of seint á vettvang. Slysið var orðið.
Málið kom fyrir kviðdóm í Vínarborg, en þeir sem skotið