Skírnir - 01.01.1928, Síða 68
Skírnir]
Framtíðarhorfur Austurrikis.
61
björgunar, að koma nokkurri slökkvitilraun við. Eldurinn
læsti sig óðfluga um allt húsið. Alla þá, sem lokaðir voru
inni í höllinni — þar á meðal þessa 20 lögreglumenn —
dæmdi múgurinn til þess að brenna inni.
Þegar hér var komið, sá lögreglustjórinn engan annan
veg en að grípa til miskunnarlausra úrræða, og vopnaði
lögregluliðið með rifflum. Meðan á þessu stóð, hafði
lýðurinn ráðist á lögreglustöð þar í nágrenninu og kveikt
í henni. Jafnskjótt sem lögreglan hleypti af rifflunum, rudd-
izt lýðurinn burt af torginu fyrir framan höllina, og nú
var þessum 20 lögreglumönnum bjargað ásamt öðrum, sem
hafði ekki tekizt að smjúga út um leynigöng í dularbún-
ingi eða út um glugga og bakdyr. En höllinni sjálfri var
ekki lengur hægt að bjarga. Því næst tók lögreglan til að
tvístra uppreisnarmönnum og ryðja göturnar.
Á þessu stóð allan síðari hluta dags. Síðustu skotin
heyrði ég kl. 11 um kvöldið. Daginn eftir var skotizt á í
úthverfunum, en annars var þá aftur orðið kyrt i borginni.
Eitt hundrað dauðra manna lá i líkhúsum og líkskurð-
arhúsum, en þúsund særðust, svo sem fyr var sagt. Það
var uppskera þessa dags. Og alla stund síðan hafa
rannsóknir staðið yfir gegn þeim, sem teknir voru höndum
í uppþotinu. —
Hversu mátti það verða, að slika ógæfu bæri að hönd-
um? Svarið við þeirri spurningu er ekki vandfundið. Hvað
sem réttarfarinu í Austurríki líður, þá var orsök þessara
hermdarverka aðeins ein: flokkaskiftingin og þær sífeldu,
gengdarlausu æsingar, sem af því hafa sprottið. Þær eru
nú orðnar svo trylltar, að ekki má fyrir endann sjá, hvar
lúka muni.
Flokkaskiftingin í Austurríki er sannkölluð óhæfa. í
engu landi í heimi eru andstæðurnar öfgameiri en þar.
Þjóðin skiftist í tvennar óvinaherbúðir. Þessi óheillvæn-
lega klofning nær inn i innstu rætur heimilislífsins, inn í
einkamálefni hvers einstaklings og eitiar allt þjóðlífið og
spillir því á allar lundir.
Nú sem stendur er svo komið fyrir Austurríki, að það