Skírnir - 01.01.1928, Side 69
62
Framtiðarhorfur Austurrikis.
[Skírnir
eru aðeins foringjar jafnaðarinanna, sem hindra það, að
borgarastyrjöld brjótist út, enda hafa þeir fulla ástæðu til
að fara varlega. Þeir vita, að sjálfstæði Austurríkis er
komið undir því, að friður haldist í landinu. En hitt er efa-
mál, hve lengi lýðurinn lætur halda sér í skefjum. Hann
getur hafizt handa, hvenær sem vera skal, og mun þá ekki
láta sér fyrir brjósti brenna, þótt hann þurfi að troða for-
ingja sína undir fótum.
Jafnaðarmenn kosta nú svokallaðan verndarher
lýðveldisins. í honum eru 100.000 manns, og er hann
þaulæfður og stöðugt vígbúinn. í annan stað hafa andstæð-
ingarnir her sinn. Það er borgara- og bændaher, sem
stjórnað er af ýmsum hermannafélögum (Frontkámpfer-
organisationen), sem stofnuð voru eftir styrjöldina. Sam-
kvæmt landslögum mega herir þessir ekki eiga vopn, en
þeir ráða þó yfir vopnabúrum og halda skotæfingar einu
sinni í viku eða aðra hverja viku.
Stjórnin styðst við hinn íhaldsama bændafiokk og dreg-
ur taum hans í öllurn efnum. Hún lét í haust smíða tvo
brynvagna til varúðar, ef sömu ósköpin, sem gerðust 15.
júlí, kynnu að dynja yfir aftur. En hvernig alþýðan lítur á
þá ráðstöfun, má ráða af því, að foringjar hennar bönnuðu
sínum mönnum að smíða vagna þessa, svo að stjórnin var
neydd til að láta smíða þá í útlöndum og flytja þá síðan
inn í landið.
Allt þetta hörmulega ástand stjórnmálanna er sprottið
af einni rót: einangrun Austurríkis í viðskiftalífi álfunnar.
Þetta litla ríki, Austurríki hið nýja, var skapað með vald-
boði samkvæmt friðarsamningunum i St. Germain. Það var
dæmt til sjálfstæðis, þó að það hefði engin skilyrði til
þess að standa á eigin fótum. Slíkt þjóðfélag hlýtur að
liðast í sundur af innanlands erjum. Enda hlýtur það
bráðlega að verða lýðum ljóst, að þetta litla ríki þjáist
af slíkum meinsemdum, að þvi getur aldrei orðið líft til
lengdar.
Áður en Dónárríkið liðaðist í sundur, voru íbúar Aust-
urríkis (án Ungverjalands) 30 miljónir. í Austurríki hinu