Skírnir - 01.01.1928, Page 70
Skírnir]
Framtíðarhorfur Austurríkis.
63
nýja er aðeins 6V2 miljón manna. Þá var öllum Jjjóðflokk-
um í ríkinu, Þjóðverjum, Tjekkum, Pólverjum, Suðurslövum,
Bosnum 0. s. frv., stjórnað af hinum þýzka hluta íbúanna.
Allt ríkisvaldið og öll embætti voru að mestu leyli í hönd-
um Þjóðverja. Þegar brotríkin risu upp 1918, var Austur-
ríki, þetta litla land, neytt til þess meðal annars, að taka
allan þýzka embættismannalýðinn upp á sína arma. Ná-
grannaríkin, sem, að Ungverjalandi undanskildu, töldu sig
sigurvegara, komu sér upp nýrri og innlendri embættis-
mannastétt. Nú er svo komið, að samkvæmt fjárlögum
Austurríkis fyrir 1928 á ríkið að kosta 344.000 embættis-
menn, sem er meir en 5% allra landsmanna, enda eru þar
með taldir 143.000 embættismenn á eftirlaunum. Þetta eina
dæmi skýrir vel, hversvegna Austurríkismönnum varð ríkis-
búskapurinn svo miklu örðugri heldur en nágrönnum þeirra.
Samt sem áður tókst stjórnum Austurríkis að koma jafn-
vægi á fjárlögin, enda þótt það kostaði stundum heilsu
og líf þeirra manna, sem áttu allt sitt undir ríkinu. Á fjár-
lögum fyrir 1928 er 35.6 miljóna tekjuafgangur. En þar
með er áðeins brýnustu þörfum ríkisins og embættismanna
þess fullnægt. í fjárhagsáætlun þessari er enginn eyrir ætl-
aður til nýrra framkvæmda eða til viðhalds og endurbóta,
og er þó bersýnilegt, að slikt er hverju ríki nauðsynlegt,
ekki síður en hverjum einstaklingi, svo framarlega sem
hann vill ekki, að eigur sínar grotni niður. Ef nú gert er
ráð fyrir hinum minnstu ríkisframkvæmdum, sem hugsazt
geta, þá sýnir fjárhagsáætlunin fyrir 1928 tekjuhalla,
sem nemur 155.5 miljónum skildinga, því að annars yrðu
allir vegir ófærir, póst- og simastöðvar yrði að leggja
niður og landbúnaði myndi hnigna stórkostlega vegna fjár-
skorts. Slík útgjöld eru því lifsskilyrði fyrir Austurríki, því að
án þeirra mundi ríkið lenda í meiri og meiri örðugleikum
og enda með því, að detta í mola.
Nú er svo komið, að allar tolltekjur ríkisins og brúttó-
tekjur af tóbakseinkasölu eru settar að veði fyrir afborg-
unum af láni því, sem þjóðabandalagið útvegaði Austur-
riki haustið 1922. Til hvaða veðs er þá að grípa fyrir láni