Skírnir - 01.01.1928, Side 71
64
Framtíðarhorfur Austurrikis.
|Skirnir
því, sem Austurríkismenn hljóta nú að taka? Tekjur af
járnbrautum og pósti eru nær því eina tryggingin, sem til
mála getur komið, enda mun hluta af láninu verða varið
til endurbóta járnbrauta og vega. Samt sem áður hefur
trygginganefnd þjóðabandalagsins í London samþykkt þetta
lán í aðalatriðum. Lánið á að nema 725 miljónum austur-
rikskra skildinga (eða sem samsvarar 483 miljónum íslenzkra
króna), og myndi sú upphæð nægja til þess, að greiða
tekjuhalla ríkisins næstu 5 árin, svo framarlega sem hann
eykst ekki frá því, sem nú er. En Austurríki þarf á meiru
að halda. Austurríkismenn eru, eins og kunnugt er, sigruð
þjóð, og Vesturríkin hafa aðeins veitt þeim gjaldfrest
á skaðabótunum. Þegar Austurríki fékk hið áðurnefnda lán
hjá þjóðabandalaginu haustið 1922, var svo um samið, að
skaðabótakröfunum skyldi frestað þangað til eftir 1943,
þegar lán þetta átti að vera greitt að fullu og öllu. Aust-
urríkismenn krefjast nú, að þessi frestur á skaðabóta-
greiðslunum verði enn framlengdur þangað til 1958, þegar
þetta nýja lán á að verða greitt að fullu. Úrskurður skaða-
bótanefndarinnar var kveðinn upp 14. janúar þessa árs og
var hann Austurríkismönnum í vil. En það þarf ennfremur
samþykki Ameríkumanna til þess, að lánið fáist með þess-
um kjörum.
Hugsum okkur nú, að svo vel fari, að lánið verði veitt.
Hvernig verður því þá varið? Lífinu verður haldið í Aust-
urríki næstu 5 árin. Og hvað svo? Hvernig fer um
greiðslu þessara skulda? 1943 á endurgreiðslu lánsins frá
1922 að vera lokið, en lánsins frá þessu ári árið 1958, og
verður þá að gera ráð fyrir, að þjóðarbúskapurinn bíði
engan hnekki og að nýr tekjuhalli komi ekki til sögunnar.
En þegar svo langt verður um liðið og árið 1958 er runnið
upp, þá koma fyrst skaðabótagreiðslurnar til greina
og sömuleiðis hin svokölluðu bjargráðalán Vesturríkj-
anna frá 1919—20. Þá fyrst verður hag þjóðarinnar svo vel
komið, að hún stendur í sömu sporum, sem þýzka ríkið
nú á dögum, eða öllu heldur í sömu sporum sem það stóð
fyrir nokkurum árum, þegar gengishrun marksins var stöðvað!