Skírnir - 01.01.1928, Page 72
Skírnir]
Framtíðarhorfur Austurríkis.
65
Þessum blessuðum kostakjörum verður þjóðin að taka
og um leið að gera ráð fyrir, að þjóðarbúskapurinn geti
borið sig og geti bjargað rikinu frá tekjuhalla að þessum
5 árum liðnum. En hvernig má það verða? Árið 1925 nam
innflutningur til landsins 926 miljónum skildinga fram yfir
útflutninginn, 1926 jókst þessi halli upp í 1070 miljónir
austurrikskra skildinga (sem samsvarar 713 miljónum í ísl.
krónurn). Á fyrra misseri síðastliðins árs nam þessi mis-
munur 468 miljónum skildinga (eða 312 miljónum ísl.
kr.), eða litlu minna en á sama tíma 1926. Hver leik-
maður hlýtur að sjá og skilja, að með þessu áframhaldi
er það óhugsandi, að þjóðarbúskapurinn geti borið sig
eftir 5 ár.
Líti maður á þessar tölur, verður maður sannarlega að
furða sig á bjartsýni austurríksku stjórnarinnar, er hún dirf-
ist að leggja hönd á plóginn. Verður þá ekki hvert hand-
tak unnið fyrir gíg?
Af þessu væntanlega láni á talsverð upphæð að ganga
til landbúnaðarlána. Nú er það engum vafa undir-
orpið, að hægt er að hressa við landbúnaðinn í Austur-
ríki. Þar eru möguleikar og þeir miklir, sem enn eru ónot-
aðir. Austurríki er að flatarmáli 4.4 miljónir hektara, 520/„,
eru sléttlendi, 37.5°/0 eru skógar, á 10.5% verður engri
ræktun komið við (fjöll, mýrar og borgarstæði). Skógrækt
og útflutningur trjáviðar getur varla aukizt að miklum
mun frá því sem nú er, en betri eru horfurnar á sviði
landbúnaðar. Af þessum 52% landbúnaðarsléttlendis eru
65% graslendi og 35% korn-, kartöflu- eða rófnaekrur.
Þetta sýnir, að Austurríki er betur fallið til naut-
griparæktar og mjólkurframleiðslu heldur en
tii kornræktar.
Maður hlýtur því að viöurkenna, að austurríkska stjórnin
stefnir að réttu marki, er hún styrkir aðallega nautgripa-
rækt og mjólkurframleiðslu. En þar með er þó aðeins að
hálfu leyti ráðin bót á vandkvæðum austurríkskra atvinnu-
vega. Væri Austurríki aðeins landbúnaðarland, þá yrði
vandamálið leyst, jafnvel þó að veðrátta Austurrikis sé að
5