Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 73
66
Framtiðarhorfur Austurrikis.
(Skírnir
mörgu leyti óhagstæð landbúnaði. En Austurríki hið nýja
var áður kjarninn í miklu ríki. Þar eru margir bæir, en hin
forna höfuðborg Vin ber ægishjálm yfir þeim öllum. íbúar
hennar eru h. u. b. 2 milj., og stundar auðvitað fjöldi þeirra
iðnað og verzlun, en hinir eru þó æði-margir, sem ekkert
framleiðslustarf hafa með höndum, (embættismenn, eftir-
launamenn, vísindamenn, listamenn, atvinnuleysingjar ýmsir
o. s. frv.). Hér er vandamálið mesta, sem Austurríkismenn
eiga nú við að kljást. Ef ríki þetta hefði myndast á eðli-
legan hátt innan þeirra takmarka, sem því eru nú sett, þá
mundi Vín aldrei hafa orðið að slíkri stórborg, og atvinnu-
vegir hennar i allt öðru vísi samræmi við landsháttu heldur
en þeir eru nú. En Vín hefur orðið stórborg vegna þess,
að hún var viðskifta- og stjórnmálamiðstöð voldugs ríkis,
sem var 5 sinnum stærra en Austurríki hið nýja. Hún er
því eins og verksmiðja með miklum vélum og skrifstofum,
sem verður að halda öllum sínum mannafla, þrátt fyrir það,
að framleiðslan er nú ekki nema einn fimmti hluti af því,
sem áður var.
íbúar þvílíks bæjar hljóta að verða hneigðir til bylt-
ingar. í því sambandi má minna á uppþotið á þýzka flot-
anum í Kiel 1918. Þar var það einmitt meðal skipshafn- •
anna á herskipum þeim, sem lágu kyr á höfninni, sem upp-
reisnin brauzt út. í iðjuleysi þróast byltingarandinn bezt,
en þó einkum ef menn eru neyddir til athafnaleysis og
verða að lifa við sult og seyru.
í slíkum jarðvegi þrífst og dafnar æsing stjórnmála-
flokkanna eins og í vermireit. Öll þau ofbeldisverk, sem
unnin hafa verið, eru af einni og sömu rót runnin: skorti
og iðjuleysi.
En hér kemur ennþá annað atriði til greina, miklu
áhrifameira og mikilvægara. Orsökin til þess, að einstakir
stjórnmálaflokkar i öðrum löndum geta ekki alveg leikið
lausum hala, er meðal annars þjóðernistilfinningin.
Þegar öllu er á botninn hvolft, er engin þjóð í heimi, sem
glatað hefur að fullu og öllu þeirri tilfinningu, því að slík
þjóð ætti engin lifsskilyrði. En í Austurríki er engin