Skírnir - 01.01.1928, Síða 74
Skírnir)
Framtíðarhorfur Austurríkis.
67
þ j ó ð ernistil finning. Orsakir þess eru fólgnar bæði í
fortíð og nútíð. Austurríkismenn hafa að vísu alltaf verið
þýzkir, en þó hafa þeir öldum saman ekki verið annað í
raun og veru en þjóðernislausir þjónar keisaravaldsins.
Austurríki hið forna var verk keisaradómsins,
það var þegnfélag, en ekki þjóðfélag. Þess er og
að minnast, að kaþólska kirkjan hefur jafnan haft mikið vald
yfir hugum manna, og miðaði uppeldi hennar sízt í þá átt
að glæða þjóðernis-meðvitund almennings. Enda er það
eitt hið eftirtektarverðasta einkenni ástandsins í Austurríki,
að þessi »þjóð«, sem er 6V2 millión, á engan þjóðsöng, er
viðurkendur sé almennt í landinu.
Ég man það enn, hvilík áhrif það hafði á mig, er ég
á síðustu ferð minni um Þýzkaland og England heyrði
þjóðsöngva sungna og leikna á hljóðfæri. Slíku og þvílíku
á Austurrikismaðurinn ekki að venjast heima fyrir. Keis-
aradæmið var hans þjóðerni; nú er það hrunið í rústir, og
síðan siglir hann stefnulaus og stjórnlaus út i bláinn.
Þes'si skortur á þjóðernistilfinningu, er vatn á myllu jafn-
aðarmanna, sem kunna vel að færa sér það atriði í nyt,
enda er það aðalorsökin til þess, að stéttahatrið í Austur-
tíki hefur vaxið svo upp úr öllu valdi, sem ég hef áður
iýst. En vegna þess, að sál og hugsun Austurríkismanna
þjáist af þessu meini, þá er það fyrirsjáanlegt, að öll
væntanleg hjálp á fjármálasviðinu verður til ónýtis,
enda þótt hún komi í svo stórum mæli, sem frekast er
hugsanlegt; óánægjan meðal lýðsins mundi aðeins aukast
að sama skapi. Þjóð, ef þjóð skyldi kalla, sem sjálf býr
ekki yfir neinum vilja til sameiningar og samvinnu, á engan
tilverurétt. Að minni hyggju er þetta höfuðatriði hins
austurríkska vandræðamáls. Fortíð og nútíð hafa sameinazt
um að búa sem hraklegast í hendur framtíðinni, og má
því enginn vita, hvernig fara muni að lokum. En höfuð-
spurningin er þessi: Hvað á að gera við þetta brot hins
forna Austurríkis? Er ekki lífskraftur þess útkulnaður með
öllu eða er hann aðeins lamaður í svip?
Það er sannfæring mín, að aðeins tvær leiðir séu færar.
5*