Skírnir - 01.01.1928, Page 75
68
Framtiðarhorfur Austurrikis.
[Skírnir
Önnur er sú, að lima þessa ríkis-ómynd í sundur og skifta
henni upp á meðal nágrannaríkjanna. Hin er sú, að Austur-
ríki sé látið haldast, en þó aðeins á þeim grundvelli, að
það komizt í eðlilegt viðskifta- og þjóðernis-
samband við Þýzkaland. Engin önnur leið er fær..
Allar aðrar tilraunir munu reynast kák eitt og hégómi. Þær
kynnu að vísu að geta veitt nokkurn frest, en aldrei af-
stýrt vandræðum til fulls, því að sú stund hlýtur að koma,
er þetta mikla vandamál krefst lausnar, og verður þá varla
búizt við happasælum og friðsamlegum málalokum, ef
menn hafa ekki haft skynsamlegan undirbúning í tæka tíð*
Nú skal athugað, hvor leiðin muni reynast greiðfærari.
Hvaða lönd korna til mála, ef til skiftingar Austurríkis.
kæmi? Þá er fyrst að nefna Tjekko-SIovakiu. Það er engum
vafa bundið, að það væri ávinningur fyrir hana, ef hún
gæti fengið kornræktunarsvæði Neðra- og Efra-Austurríkis.
En þegar þess er gætt, að 3 milljónir Þjóðverja eru i
Tjekko-Slovakíu, en ekki nema tæpar 5 milljónir Tjekka,.
þá verður ljóst, að aukning þessi mundi verða Þjóðverjum
svo mikill styrkur, að Tjekkar geta af pólitískum ástæðum
ekki verið hlyntir þessari breytingu. Ungverjar koma
tæpast til greina. Þeir eru nú sigruð þjóð og auk þess yrði
Vínarborg á landskika þeim, sem þeir fengju, og mundu þeir
ekki fyrir nokkurn mun vilja taka við þeirri gjöf. Slika
aukningu Ungverjalands gætu Tjekkar ekki heldur þolað^
Þá eru eftir Júgoslavía og Ítalía. En milli þessara tveggja
landa er óvildin svo mögnuð, að hvorugt mundi láta það
viðgangast, að hitt fengi nokaurn bita. Stækkun Ítalíu
væri og óhugsandi vegna Frakklands. Og þar að auki
væri enn eftir að ráðstafa Vín. Nú halda sumir því
fram, að Vín geti þrifizt sem sjálfstæð og tollfrí verzlunar-
borg, er annaðist sambandið milli Vestur- og Austurlanda og
auk þess geti hún haft allmiklar tekjur af ferðamönn-
um. Um bæði þessi atriði hafa rannsóknir farið fram og
ekki með sem verstum árangri. Samkvæint skýrslum er
Vín mesta ferðamannaborg á meginlandi Evropu, að París-
arborg undanskilinni, og aðsókn að vörusýningum Vínar-