Skírnir - 01.01.1928, Page 76
Skírnir]
Framtíðarhorfur Austurrikis.
69
borgar eru stöðugt að aukast. En það er stórháskalegt að
umturna í einni svipan atvinnumálum slíkrar stórborgar sem
Vínar. íbúar hennar lifa nú af mörgu öðru en verzlun
og ferðamannafé, og þar að auki eru margir þeirra lítt
hneigðir til kaupsýslu, svo að hætt er við að lítið myndi
kveða að þeim á því sviði, þó að þeir fengjust til að snúa
baki við sinni fyrri menningu og gefa sig tíðarandanum
á vald.
Sjálfstæð verzlunarmiðstöð getur Vín aldrei
orðið og hugmynd þessi mun því aldrei koma að gagni
og getur jafnvel orðið stórhættuleg.
Þá er að líta á hina Ieiðina, nefnilega sameining Aust-
urrikis og Þýzkalands. Ótti Vesturríkjanna við valdsauka
Þýzkalands er þar verstur þrándur í götu. Þau telja efling
Þýzkalands heiminum (þ. e a. s. sjálfum sér) hættulega.
En í hverju var hætta sú fólgin, sem Vesturríkin töldu sér
stafa af þýzka ríkinu fyrir ófriðinn? Hún stafaði af stjórn
Prússa á Þýzkalandi, af hinu prússneska Þýzkalandi, enda
fór svo,- að mestur hluti mannkynsins sórst í fóstbræðralag
til þess að berjast á móti því.
Hvernig er ástand Þýzkalands nú á dögum? Hvað er
um völd Prússa í þýzka ríkinu eins og nú er komið?
Þau hafa gengið mjög til þurðar. Og hvar eða hvenær
sem Prússar láta á sér bæra, rísa h i n þýzku rikin öndverð
gegn þeim með Bayern í broddi fylkingar. Ríkjum Suður-
Þýzkalands er engu síður en Vestur-stórveldunum um það
hugað, að halda ásælni og ofstopa Prússa í skefjum.
Hvaða áhrif mundi innlimun Austurríkis í þýzka sam-
bandið hafa að þessu leyti? Einmitt slík áhrif, sem Vestur-
ríkin myndu telja æskileg. Innlimun Austurríkis rnundi ein-
mitt veikja aðstöðu Prússlands gagnvart hinum þýzku Suð-
urríkjum. Ef litið er á málið með sanngirni, þá ætti sam-
eining Austurríkis og Þýzkalands fremur að mæta samúð
en mótspyrnu af hálfu Englands og Frakklands, því að
aldrei hefur verið betra ráð fyrir höndum til þess að hnekkja
veldi Prússlands.
En ef litið er á málið frá sjónarmiði Austurríkis, þá er