Skírnir - 01.01.1928, Page 77
70
Framtíðarhorfur Austurríkis.
[Skírnir
sameining þessi eina bjargræðið. Á þann hátt einn
verður ráðið íram úr vandamálinu um Vínarborg. Hún getur
vitanlega aðeins blómgast sem þýzk verzlunarborg, sem
hinn yzti og syðsti útvörður Þýzkalands gegn þjóðunum á
Balkanskaga og í Austurlöndum.
Og einnig frá sjónarmiði þýzkrar verzlunar væri þessi
sameining ákjósanleg. Austurríki gæti á margan hátt bætt
í búi fyrir Þjóðverjum. Þýzkur landbúnaður framleiðir
mestmegnis kornvörur og annan jarðargróður, en Austur-
ríkismenn leggja aðallega stund á nautgriparækt og mjólk-
urframleiðslu. Hér við bætist hið mikla vatnsafl Austur-
ríkis, sem Þýzkalandi gæti komið að notum til endurgjalds
þess, sem það yrði að leggja af mörkum til að endurreisa
Austurriki. Vatnsaflið gæti bætt Þýzkalandi missi hins mikla
kolalands Efri-Slesia, sem það varð að láta af hendi við Pól-
land. Skógaauðlegð Austurríkis yrði einnig ávinningur fyrir
Þýzkaland og gæti líka endurgreitt því nokkurn hluta af
því stofnfé, sem það yrði að veita Austurríkismönnum til
ýmissa hinna nauðsynlegustu fyrirtækja. Hér við bætist
einnig, að hinn þýzki ferðamannastraumur mundi beinast
miklu meir til Austurríkis heldur en áður, og mundi á
þann hátt miklir peningar haldast innan ríkis, sem nú fara til
útlanda.
En það er þó höfuðatriðið, að Austurriki mundi í and-
legum efnum hafa ómetanlegt gagn af sambandinu við
Þýzkaland. Heilbrigðar stefnur mundu aftur verða ráðandi
í stjórnmálum þjóðarinnar, lýðurinn komast í jafnvægi og
landið á réttan kjöl. Austurríkismenn myndu aldrei láta sig
dreyma um nýjar landvinningar, þeir myndu enga tilhneig-
ingu hafa til þess að færa út kvíarnar inn á lönd nágranna
sinna, en hitt myndi verða þeirra aðaláhugaefni, að styrkja
þjóðarviljann til menningar og framsóknar. Slíkur vilji er
nú ekki til í Austurríki svo að heita megi, og þaðan stafa
allar þær öfgar og æsingar, sem nú eru drottnandi á stjórn-
málasviði landsins.
En meðan núverandi ástand helzt, mun heimurinn ekki
losna við hættu af þeim eldi, sem stöðugt getur gosið upp