Skírnir - 01.01.1928, Síða 78
Skírnir]
Framtíðarhorfur Austurrikis.
71
í Austurríki, hvort sem vera skal úr herbúðum bolsjevika
eða fascista.
Ert sameining Austurrikis og Þýzkalands er líka sögu-
leg nauðsyn og hlýtur að komast á fyr eða síðar. Bismarck
gerði Austurríki útlægt úr sambandi þýzku rikjanna um
leið og Austurríkismenn ur5u að sleppa stjómartaumunum
i hendur Prússa (1866). En árið 1918 urðu. svo sem kunn-
ugt er, mikil umskifti um öll málefni Þýzkalands. Austur-
ríki keppir nú að þvi takmarki, að verða tekið í þýzka
sambandið. Og því takmarki mun það ná. Því að Vestur-
rikin munu ekki til lengdar hafa mátt eða þor til þess að
þverskallast við kröfu, sem er sprottin af svo auðsærri
nauðsyn og þar að auki studd sterkum sögulegum og þjóð-
legum rökum.
Eða á Austurríki að bíða eftir því, að Bretum og Banda-
ríkjamönnum lendi saman í ófriði, eða að Ítalía og Ung-
verjaland ráðist gegn Frökkum, Júgoslövum og Tjekkum.
Raunar er óvíst, hvað lengi Austurríki getur haldið sér á
floti, því að svo er mikil ólgan og æsingin i þjóðfélaginu,
að það getur tætzt í sundur fyr en varir. En það eitt er
víst, að hvenær sem tækifæri býðst, mun Austurríki hvorki
hlýðnast boði né banni, heldur leita sameiningar við Þýzka-
land, og jafnvíst er hitt, að Þýzkaland mun ekki telja sig
bundið neinum friðarsamningum á þeirri stundu, er það
telur sig hafa mátt til þess að framkvæma sameininguna.
Er það hyggilegt af Vestur-ríkjunum að bíða þeirrar stund-
ar? Flestum heilsýnum mönnum mun koma saman um, að
þau geti ekki tekið upp óviturlegra ráð heldur en að halda
áfram að stritast á móti pólitískri nauðsyn, sem krefst fram-
kvæmdar og hlýtur að komast í framkvæmd fyr eða síðar,
hvort sem öðrum ríkjum líkar vel eða illa.
í 19. grein friðarsamninganna og í viðbótarávarpi banda-
manna frá 16. júní 1919, er það tekið fram, að endurskoð-
un landamæra skuli fara fram, svo framarlega sem kný-
andi nauðsyn sé til þess. En hvar er nauðsyn, ef ekki ein-
mitt hér?
Vandræði Austurrikis eru ekki staðbundin, þau bitna