Skírnir - 01.01.1928, Side 80
Plágan mikla
1402-1404.
Eftir Þorkel Jóhannesson.
Eitt hið hroðalegasta vitni um heilbrigðishagi og ævi-
kjör allrar alþýðu manna á miðöldum eru farsóttir þær,
sem þá gengu aJltaf öðru veifi yfir löndin og drápu fólkið
hrönnum. Var margt, sem hér studdi að einu. Sífelldar
óeirðir og styrjaldir vofðu yfir mönnum, og þóttust menn
hvergi óhultir nema í víggirtum borgum, eða í grennd við
þær. Og í borgunum leituðu menn hælis, er ófrið bar að
höndum. En í borgum þessum var löngum afskaplega þröng-
býlt og lítt skeytt um hollustu, götur mjóvar og ekki stein-
lagðar, húsin há, gluggalítil og byggð sem þéttast saman.
Hreinlætis var því vandgætt, enda lítt um það hirt. Bæri
að höndum næma sjúkdóma, var mjög við því hætt, að
þeir breiddist skjótt út og gerði mikinn usla, enda bætti
ekki úr skák sá siður, sem mjög var þá tiðkaður, að jarða
dauða menn innan borgarveggja, og helzt inni í kirkjunum
sjálfum. Bættist hér við hin megnasta vanþekking á sótt-
næmi, lækninga-aðferðum, hjúkrun og öðru slíku. Meðal
sveitafólks var raunar sízt betur ástatt. Öll alþýða lifði
þar við sult og seyru i lélegum hreysum, kúguð og haldin
í ánauð af aðiinum, enda skorti hana bæði vit og menn-
ingu til þess að verjast farsóttum, er þær steðjuðu að. Var
það og staðföst trú manna þá, og raunar lengi síðan, að
slík ótíðindi væri syndagjöld, refsidómar guðs, sem hvorki
vaeri hjálpvænlegt að berjast á móti né heldur unnt að
víkjast undan.
Holdsveiki eða líkþrá, bóla eða bólnasótt, sárasótt (»sy-
philis«) og pest (»svarti dauði«) voru helztar þessara far-