Skírnir - 01.01.1928, Page 81
74
Plágan mikla.
[Skírnir
aldra á miðöídum og var pestin þeirra skæðust. Verður
uppruni þeirra allra rakinn til Austurlanda og þaðan til
suðurhluta Norðurálfu, Miðjarðarhafsiandanna. Var þar frá
fornu fari þéttbýlt og borgir margar, og all-mikil viðskifti
við þjóðir sunnan og austan við Miðjarðarhaf. Breiddust
svo sóttir þessar þaðan norður á bóginn með kaupmönn-
um og leiðangursmönnum.
Svo er talið, að krossferðirnar hafi átt drjúgan þátt í
því að breiða út holdsveiki um Vesturlönd, þótt að vísu
væri sú veiki ekki með öllu óþekkt þar, jafnvel allt frá því
á 6. öld e. Kr., eða fyr. En hámarki sínu nær holdsveikin
hér í álfu um 1300 og fer síðan dvínandi víðast, nema hér
á íslandi og ef til vill viðar á Norðurlöndum, t. d. í Nor-
egi. Annars er fátt sem ekkert kunnugt um holdsveiki hér
á landi allt fram á 15. öld, svo að með vissu verði vitað.
Líklegt má þó telja, að hún hafi slæðzt hingað nokkuð
snemma frá Noregi, eða vestan um haf, því að á Englandi
var holdsveiki all-tíð þegar á 10. öld, og það svo, að sett
voru þá hæli handa líkþráum mönnum. En eigi mun holds-
veiki hafa verið mjög algeng hér á landi fyrir 1300. Og á
14. og 15. öld mun hún hafa haldizt í skefjum af faröldr-
um þeim af bólusótt og pest, sem þá gengu. En þó er
sýkin orðin svo umsvifamikil um 1550, að nauðsyn þótti
þá til bera að setja á stofn spítala handa líkþráum mönn-
um (Bessastaðasamþykkt, 1555).
Bóla eða bólnasótt var um langan aldur hinn skæð-
asti faraldur. Er hennar fyrst getið hér á landi á árunum
1309—1310, en mjög oft síðan. Gerði hún löngum stórtjón
í mannfalli, þótt út yfir tæki árin 1707—1709, er Stóra-
bóla gekk og drap niður rúman þriðjung landsfólksins, að
því er talið er.
Sumir fræðimenn ætla, að sárasótt eða syphilis hafi
verið kunnur sjúkdómur um Suður- og Austurlönd frá forn-
öld. En aðrír telja, að hann hafi borizt frá Ameríku með
spönskum landkönnunarmönnum á 15. öld. Einna sögulegast-
ur var faraldur sá af sárasótt, er gekk yfir mestan hluta Norð-
urálfu undir lok 15. aldar. Mun sóttin þá hafa borizt hingað