Skírnir - 01.01.1928, Side 82
Skirnir]
Plágan mikla.
75
frá Englandi eða Þýzkalandi, og orðin er hún að landplágu
hér á fyrra hluta 16. aldar. Eigi virðist sárasóttin hafa verið
mannskæð hér, enda varð hún ekki landlæg til langframa.
Lang-skæðust allra sótta fyr og siðar, svo að sögur
hermi frá, var Pestin, sem stundum er nefnd Svarti dauði.
En raunar á það nafn aðeins við eina öldu þessa voða-
lega sjúkdóms, er reið yfir mest-alla Norðurálfu á árunum
1346—1351. Sá pestar-faraldur kom að vísu ekki hingað
til lands. Hingað kom pest tvisvar á 15. öld, og hvorki
fyr né síðar, svo að kunnugt sé, þótt stöðugt væri hún að
gera vart við sig hér í álfu, allt fram á 19. öld, og stund-
um með hinni mestu grimmd. Var fyr/i pestin, sem hér
gekk 1402—1404, öllu skaðvænni en hin síðari og miklu
frægari. Hefur hún á síðari öldum jafnan verið nefnd Svarti
dauði, en í fornum ritum er hún kölluð Plágan mikla og
er það réttara. Seinni pestar-faraldurinn, sem gekk hér á
landi 1494, er oftast nefndur Plágan siðari.
Þess skal hér getið, að nafnið Svarti dauði kemur
hvergi fyrir í fornum bréfum, og mun alls ekki hafa verið
tíðkað hér á landi fyr en á síðari öldum, og þá liklega
komið hingað frá Danmörku eða Þýzkalandi, og á nafnið
eingöngu við pestina 1348—1349. Hjá einum samtíma höf.,
Simon von Covino (1350) kemur fyrir heitið Mors nigra
þ. e. Svarti dauði. En ella er pestin nefnd í latínuritum
þeirrar aldar mortalitas eða pestis, pestilentia. Hér skal
ekki fullyrt, hvort nafnið Svarti dauði stafi frá Covino, og
hafi fræðimenn á 16.—17. öld tekið það eftir honuin. Víst
er það, að á 15. öld er pestin 1349 kölluð: grosze Sterbote
eða das grosze Sterben í þýzkum ritum. í enskum ritum er
hún nefnd: great death, great pestilence. í Noregi var hún
nefnd den store mandedöd. í Svíþjóð diger döden. — í ís-
lenzkum bréfum frá 15. öld er pestin 1402—1404 kölluð
Plága eða Plágan (Pláguvetur, Pláguár), Plágan mikla, Mann-
plágan mikla o. s. frv. Seinna, eftir pláguna 1494, er Plágan
mikla stundum nefnd Stóra plága, eða Plágan fyrri.1)
1) Sbr. H. Haeser: Geschichte der epidemischen Krankheiten,