Skírnir - 01.01.1928, Síða 83
76
Plágan mikla.
[Skirnir
Því má nærri geta, að sóttir þessar allar áttu góðum
kostum að fagna hér á landi, þótt borgir væri hér að vísu
engar né mikið þéttbýli, og loftslag í kaldara lagi. Þó má
ætla, að húsakynni og ýms aðbúnaður hafi yfirleitt verið
bolanlegri t. d. um 1400 heldur en síðar varð, um 1700 og
er leið fram yfir 1800. Eigi að siður mun slíku jafnan hafa
verið talsvert ábótavant, ekki sízt í veiðistöðvunum, og
þrifnaður af skornum skammti bæði þar og meðal kotunga
upp til héraða. Um sjúkraskýli í nokkurri mynd var auð-
vitað alls ekki að ræða, og eigi höfðu menn þá öðlazt
neina þekkingu á sóttnæmi og kunnu lítt að varast slíkt.
En nóg var til af göngufólki, sem borið gat sóttnæmi milli
bæja, sveita og héraða. Eigi að síður er það augljóst, að
strjálbýli tafði fyrir farsóttum, svo að þær urðu lengri tima en
ella að lúka sér af um allt landið. Er þetta Ijóst, ef borin
er saman Plágan mikla hér á landi og t. d. Svarti dauði
í Noregi eða á Englandi, 1348—1349. Plágan mikla var
nærri tvö ár að lúka sér af. En Svarti dauði óð yfir allt
England á einu ári, og þó tæplega það.
Fáir atburðir i sögu vorri hafa skilið eftir sig jafn
ógurlegar minningar og Plágan mikla. Þetta virðist því
kynlegra sem menn vita í raun réttri afskaplega lítið um
sótt þessa með fullum sanni. Fáeinar annálsgreinir og tvö
heitbréf eru einu gögnin, er vitna beinlínis um hana. Auk
þess má telja fáein önnur rök, er til Plágunnar benda óbein-
línis. En í vitund þjóðarinnar, á öllum öldum síðan og fram
á þenna dag, er ógn og hrylling tengd nafni hennar. Óvíst
er, að Plágan mikla hafi verið skæðari hlutfallslega en t.
d. Stóra bóla var, 1707—1709. En þótt ekki sé nema rúm
200 ár síðan bólan gekk og drap niður um þriðjung allra
landsmanna, eða rúmlega það, og nægar frásagnir sé til
um þær hörmungar, sem hún olli, þá er víst, að Plágan
mikla býður enn í dag meiri ógn af sér, þótt nú sé minn-
ing hennar meira en 500 ára gömul, og harðla máð í flest-
Jena 1882, bls. 104. DI. IV. bls. 561, 734 V. bls. 93, 166, 442, 769 og
viðar. Sbr. enn DI. III. bls. 683, 715, 739. Sbr. o Gottskálksannál.